Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 115
VandrœSagepill
hlæj a, og allt kemst upp.
Þá var það úr sögunni, og henni þótti mjög fyrir því, að þetta ráð skyldi
vera svo haldlaust. í annað sinn sagði hún:
Nú veit ég ráð, þú ferð að heiman um morguninn og lætur ekki sjá þig fyrr
en báturinn er farinn.
En hvernig vitum við hvenær báturinn fer?
Æ, stundi hún og sagði: Þau eru kvikindi.
Snemma morguns nær sólstöðum löllum við feðgar því austur strandstíginn,
hann með pokaskjatta á baki, nokkuð útskeifur og þó meira á vinstrafæti,
skrefdrj úgur, þögull; ég smækkuð útgáfa af honum sjálfum og ber kistil
minn.
Einstaka svefnlétt rita er komin á flökt og þylur sína formúlu, annars er
hljótt, svo hljótt að enn í dag heyri ég skóhljóð okkar á mölinni. Sólin er beint
í fangið, en ekki alskær því fyrir henni eru rauðleitar skýjatægjur og breiða
úr sér langa vegu. Fiskhúsin, beituskúrarnir, þessar ranghalabyggingar á
stólpum fram í höfnina, ryðbrunnin þök og slýgræn þil, skakkir stigar, veiðar-
færi hangandi hér og þar, baujustengur trónandi út í loftið, kaðalhankir á
spírum, þvottakör við veginn, og þessi megna lykt af saltpækli, langstöðnu
slógi, kæstri skötu, sandi og þangi fjörunnar blandast ferskri árgolunni. Og í
hrófum tjargaðir skjöktbátarnir afvelta í reiðuleysi síðan á lokum.
Þegar kemur á gömlu steinbryggjuna blasir Kletturinn við, standbergið
skreytt bollum og vatnsrákum, en ofar brúnum snarbrött grasbrekkan með
dimmgrænum flákum lundabyggðanna og skín á hvítar bringur, glit á stein-
um. Höfnin gáruð andvara, þannig að fiskiflotinn steytir stöfnum mót austri,
og þarna næst bryggjunni bíður strandbáturinn stærri öllum hinum, skjanna-
hvítur ofansjávar, rauður neðan með stefni eins og íbjúgt sverð til að
kljúfa ölduna.
A bryggjunni eru nokkrar hræður, börn og unglingar á leið í sveitina og
þeirra fylgifólk, karlarnir taka í nefið, glettast. Snöggt, hörkulega gellur
ferðalúður strandbátsins, við stígum um borð í kænu og það er damlað frá
bryggjunni, faðir minn undir árum. Sjórinn er afar tær og ég sé vel til botns í
þessari grunnu höfn, sandgárurnar, kolann, smáufsann. Skipstjórinn, hár og
langleitur maður með gulltönn brosir til okkar og vippar mér innfyrir borð-
stokkinn. Fyrir vitin leggur þessa voðalegu gubbulykt, sem alltaf fylgir þess-
um bát og mér er orðið óglatt. Þá veit ég ekki fyrr en faðir minn stendur við
hlið mér, hefur tekið af mér húfuna og gripið í lubbann á mér, segir:
20 TMM
305