Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 128
Jón Þ. Þór Upphaf preuílistar á Austurlandi Jón Ólajsson og Skuldarprentsmiðja I. Stutt æviágrip Jóns Ólafssonar Jón Olafsson, síðar skáld og ritstjóri, fæddist að Kolfreyj ustað við Fáskrúðs- fjörð 20. marz árið 1850. Voru foreldrar hans séra Ólafur Indriðason prestur þar og síðari kona hans, Þorbjörg Jónsdóttir. Jón var þannig hálf- bróðir Páls Ólafssonar skálds. Jón ólst upp að Kolfreyj ustað til ellefu ára aldurs, en þá missti hann föður sinn og fluttist til Reykjavíkur með móður sinni. Árið 1863, þegar Jón var 13 ára að aldri, hóf hann nám við Lærða skólann í Reykjavík og þá, þegar á skólaárunum, hófust afskipti hans af blaðamennsk- unni, sem átti eftir að verða svo snar þáttur í lífi hans. Um tíma var Jón ritstjóri skrifaðs skólablaðs og sýndi þá þegar, að vel kunni hann að halda á penna. Herbergisfélagi Jóns á þessum árum var Kristján Jónsson, sem síðar fékk viðurnefnið Fjallaskáld. Vafalítið hefur Jón orðið fyrir allmiklum áhrifum frá Kristjáni, enda á mjög næmu aldursskeiði, er þeir bjuggu saman. Raunar væri það freistandi viðfangsefni að reyna að rekja þau áhrif, sem Fjalla- skáldið kann að hafa haft á skáldskap Jóns Ólafssonar. Þetta mun þó ekki reynt hér, enda fellur það utan við meginefni þessarar ritgerðar. En þó má geta þess, að talið er víst, að fyrir atbeina Kristjáns hafi Jón fengið inngöngu í Kvöldfélagið svonefnda, en það var leynifélagsskapur, sem starfaði í Reykja- vík um þessar mundir. í þessu félagi voru ýmsir helztu atkvæðamenn bæjarins og framámenn í sj álfstæðisbaráttunni. I ársbyrjun 1868, eða nánar tiltekið þann 9. janúar, hóf félagið útgáfu blaðs, sem nefndist Baldur. Mun blaðið einkum hafa verið ætlað lil stuðnings Jóni Sigurðssyni og köppum hans, en ýmsum þótti hið eina blað, sem fyrir var í Reykjavík, Þjóðólfur, vera orðið býsna íhaldssamt í skoðunum. Svo sem getið er að framan, kom fyrsta tölublað Baldurs út 9. janúar 1868. Á forsíðu er sagt, að útgefandi blaðsins sé félag eitt í Reykja- 318
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.