Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Qupperneq 133
Upphaf prentlistar á Austurlandi
hríð, eða frá 2. október 1897 til 10. október 1898. Árið 1900 hóf Jón störf í
Landsbókasafni, en þar vann hann í ákvæðisvinnu að skrásetningu og kom
þar á skrásetningarkerfi því, sem enn tíðkast í safninu og kennt er við M.
Dewey. Þessu kerfi hafði Jón kynnzt í Chicago.
Árið 1901 tók Jón Ólafsson að sér ritstjórn blaðsins Reykjavík, sem var
eitt helzta málgagn Heimastjórnarflokksins. Þessu starfi gegndi Jón til árs-
ins 1906, en 1908 tók hann aftur við ritstjórn blaðsins og gegndi því starfi til
1913, er hann lét endanlega af ritstjórnarstörfum. Þá ber enn að geta þess, að
á þessu tímabili, eða nánar tiltekið árið 1906, gerði Jón Ólafsson tilraun til
útgáfu dagblaðs á íslandi. Gaf hann þá út Dagblaðið um ársfjórðungs skeið
en hætti þá, þar eð útgáfan har sig ekki.
Svo sem að framan er getið, sat Jón Ólafsson á þingi fyrir Sunnmýlinga
frá 1881 til 1890. Árið 1905 settist hann aftur á þing, þá sem konungkjör-
inn þingmaður. Þá var langt um liðið síðan íslendingabragur birtist fyrst
á prenti. Þessari þingmennsku gegndi Jón aðeins eitt þing, en árið 1909 kusu
Sunnmýlingar hann aftur á þing, og var hann þingmaður þeirra til 1913, er
hann lét endanlega af stjórnmálastarfsemi.
Á þessum árum ritaði Jón fjölmargt, sem of langt yrði upp að telja. Voru
það mest greinar í blöð og tímarit um margvísleg efni, en einnig ritaði hann
kennslubók í viðskiptafræði. Þegar Jón lét af þingmennsku árið 1913, hóf
hann samningu íslenzkrar orðabókar, og komu út tvö hefti af henni. Því mið-
ur entist honum ekki aldur til að Ijúka þessu verki. Jón Ólafsson lézt af heila-
blóðfalli 11. júlí 1916. Þann dag lauk langri og merkri sögu. Sögu manns,
sem allt frá 17 ára aldri hafði verið stafnbúi í baráttu íslenzku þjóðarinnar
fyrir frelsi og fullveldi.
Tilvitnanir í I. kafla:
1 Sjá Magnús Jónsson: Saga Islendinga IX, 1. bls. 148.
2 Sjá Þorsteinn Tliorarensen: Gróandi þjóðlíf bls. 231.
3Ibid.
4 Sjá Ari Gíslason: íslcnzkt prentaratal 1530—1950 bls. 9.
5 Sjá Klemens Jónsson: Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á íslandi bls. 186.
«Ibid.
7Ibid.
8 Sjá Hdr. Jóns Olafssonar „Drög að ævi J. Ól.“ í Borgarskjalasafni (óskráð).
»Ibid
WIbid.
323