Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Qupperneq 141
Upphaf prentlistar á Austurlandi
Úr Danmerkurförinni hafði Jón einnig með sér íslenzkan prentara, sem
nefndi sig Th. Clementzen en hét að réttu Þorkell Þorkelsson og var frá Lækj-
arkoti í Reykjavík. Hann lærði prentverk hjá Einari Þórðarsyni í Reykjavík
á árunum 1853—58, en íór árið 1863 til Danmerkur og vann þar að prentun,
unz hann kom til íslands með Jóni Ólafssyni.8 í Danmörku stjórnaði Clem-
entzen hraðpressu, og mun hann hafa verið fyrsti Islendingurinn, sem lærði
að fara með þess háttar verkfæri.9 Clementzen prentaði allt, sem prentað var
í Skuldarprentsmiðju, og hafði þar einn lærling, Guðmund Sigurðsson frá
Grófargerði í Suður-Múlasýslu, sem síðar varð fyrsti prentari á Seyðisfirði.10
Þegar Jón Ólafsson hélt utan til Danmerkur um haustið 1880, fór Clem-
entzen með honum og lézt í Danmörku þá um veturinn.11
Tilvitnanir í kafla II. 2
1 Sjá Bréfasafn Landsh. nr. B365—76 í Þjsks.
2 Sjá Bréfadagbók N- og Austuramtsins (ýmisleg málefni) nr. 8/1876.
3 Sjá Bréfasafn Landsh. nr. B365—76 í Þjsks.
4 Sjá Bréfadagbók N- og Austuramtsins (ýmisleg málefni) nr. 8/1876.
6 Sjá Þórhallur Þorgilsson: Um skyldueintök til bókasafna. Rvík. 1946.
6 Sjá Sunnudagsblað Tímans 5 (1966) bls. 804—806.
7 Sjá hdr. „Drög að ævi J. Ól.“ í Borgarskjalasafni (óskráð).
8 Sjá Ari Gíslason: Islenzkt prentaratal 1530—1950, bls. 26.
9 Sjá Klemens Jónsson: Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á Islandi, bls. 154—5.
10 Sjá Ari Gíslason: íslenzkt prentaratal 1530—1950, bls. 17.
11 Ibid. bls. 27.
3. Skuldarprentsmiðja hefur starfsemi
Það er upphaf prentlistar á Austurlandi, er Skuldarprentsmiðja hóf starf-
semi á krossmessu á vori árið 1877. Var þá prentuð „Sumarkveðja“, kvæði
Páls Ólafssonar. Var kvæðið sérprentað sem vígsluprent prentsmiðjunnar.
Á blaði því, sem kvæðið var prentað á, stendur: „Minningarblað. Hin
fyrsta prentsmiðja á austrlandi kom til Eskifjarðar á sumardaginn fyrsta
1877. Þetta blað er ið fyrsta, sem í henni er prentað á krossmessu (3. maí)
sama ár.“ Þessu næst kom kvæðið og loks neðst „Eskifirði 1877. Prentari:
Th. Clementzen.“
Að vísu kemur hvergi beint fram, hvenær ákvörðun var tekin um að stofna
331