Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 159

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 159
Upphaf prentlistar á Austurlandi í bókinni eru alls 100 kvæði, mörg mjög stutt, jafnvel lausavísur. Efni kvæðanna er mjög sundurleitt, og allnokkur eru þýdd. Bókin „Söngvar og kvæði“ kom út aukin í 2. útgáfu í Winnipeg árið 1892, og 3. útgáfa, einnig aukin, kom út í Reykjavík 1895. Þegar lokið var prentun og útgáfu 2. heftis Nönnu, sem þegar hefur verið skýrt frá, varð nokkurt hlé á útgáfustarfsemi Jóns Olafssonar á Eskifirði, eða fram til ársins 1879, en þá hófst mesta blómaskeiðið í bókaútgáfu Jóns þar eystra. í 7. tbl. 3. árg. Skuldar, sem út kom 17. marz 1879, er frá því skýrt, að „Nýtt stafrófskver“ sé komið út hjá Skuldarprentsmiðju, samið af Jóni Ólafssyni. Þetta kver Jóns, sem átti eftir að verða mjög vinsælt, var ærið frábrugðið öðrum íslenzkum stafrófskverum. Helzti munurinn var sá, að í stað þess að raða stöfunum í einfalda stafrófsröð, eins og áður hafði tíðkazt, raðaði Jón stöfunum í flokkaröð eftir útliti þeirra, t. d. u, n. m og endurtók svo hina sömu stafi á margvíslegan hátt. í frásögn sinni af kverinu sagði Jón þetta vera gert til þess að festa mynd stafsins betur í huga barnsins. Telur Jón, að með þessu móti sé komið í veg fyrir, að börnin geti nefnt stafiná án þess að þekkja þá, en það hafi viljað koma fyrir, er hin eldri kver voru notuð. Af þessu kveri Jóns er annars það að segja, að það náði feikilegum vin- sældum. Önnur útgáfa þess kom út í Reykjavík 1881, og 1887 kom það enn út í Reykjavík allmikið endurhætt og nefndist þá „Spánýtt stafrófskver“. Af þeirri gerð kversins og öðrum, sem síðar komu, munu hafa komið alls 14 út- gáfur, þannig að kverið hefur verið gefið út alls 16 sinnum, og munu hafa verið prentuð af því um 30 þúsund eintök.1 Næst stafrófskverinu kom út bók, sem bar nafnið „Dægrastytting“. í þess- ari bók birtust „skemmtandi og fræðandi neðanmálsgreinir úr Skuld“, eins og segir á titilblaði. Á titilblaði er rit þetta merkt með I, og bendir það til þess, að Jón hafi ætlað sér að gefa út röð sams konar rita þótt ekki kæmi nema þetta eina. í þessari bók var sakamálasagan „Þú ert sá seki“ eftir Edgar Alan Poe í íslenzkri þýðingu Jóns Ólafssonar. Þá er grein eftir Jón Ólafsson, sem ber heitið „Vorir fyrstu foreldrar“, tvö kvæði, annað eftir Pál Ólafsson, en hitt eftir Runeberg, í þýðingu Páls, og loks er sagan „Barnakennarinn“ eftir Björnstjerne Björnson. Þessi saga hafði áður fylgt Skuld sérprentuð sem sjálfstæður hluti sögunnar „Kátr piltr“ í þýðingu Jóns Ólafssonar. Þessu næst ber að nefna markaskrár Múlasýslna. Sú fyrri er fyrir Norður- Múlasýslu 1879 og var prentuð á Eskifirði sama ár. Hin síðari er skrá Suð- ur-Múlasýslu 1879, en var prentuð á Eskifirði 1880. 349
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.