Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 160

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 160
Tímarit Máls og menningar I 23. tbl. 3. árg. Skuldar, sem út kom 11. október 1879, var auglýst, aS kvæðið „Víg Snorra Sturlusonar“ eftir Matthías Jochumsson væri komið út á Eskifirði. Þetta var önnur prentun kvæðisins, en fyrst hafði það verið prentað í Baldri 1.—2. tbl. 3. árg., en Jón Olafsson var þá ritstjóri blaðsins. Jón Ólafsson ritaði formála að 2. útg. og segir þar, að hann telji kvæði þetta betra en svo, að það megi falla í gleymsku á síðum Baldurs. Segir og, að er hann fékk að prenta kvæðið í Baldri, hafi hann engin ritlaun getað goldið og vonist hann til að geta með þessu goldið þá skuld sína við sr. Matthías. Þessi útgáfa er 24 bls. að stærð. í 25. tbl. 3. árg. Skuldar er tilkynnt, að sagan „Kátr Piltr“ eftir Bjöm- stjerne Björnson sé komin út í íslenzkri þýðingu Jóns Ölafssonar, en áður hafði hluti bókarinnar birzt í „Dægrastytting“, svo sem að framan er greint. Jón Ólafsson ritar formála, þar sem hann biður lesendur velvirðingar á því, að þýðingin kunni að vera flaustursleg á köflum, en hann hafi oft þurft að skrifa hana í kappi við prentsmiðjuna. Þannig lauk bókaútgáfu ársins 1879, og verður ekki annað sagt en að vel hafi verið haldið á spöðunum í Skuldarprentsmiðju. A árinu 1880 voru auk markaskrárinnar, sem þegar er getið, prentaðar tvær bækur í Skuldarprentsmiöju. Hin fyrri var „íslenzku síldarveiða-lögin“. Var það rit tekiö saman af Jóni Ólafssyni og prentað á íslenzku með norskri þýð- ingu, þannig að íslenzki og norski textinn stóðust á í opnu. Bók þessi hefur vafalítið verið tekin saman og gefin út sökum þess misskilnings, sem oft varð vegna vanþekkingar norskra síldveiðimanna á íslenzkum lögum. Síðasta bókin, sem prentuö var á Eskifirði, mun hafa komið út síðsumars 1880. Var það skáldsagan „Hvorn eiðinn á ég að rjúfa“ eftir Einar Hjörleifs- son. Þann 16. október 1880 kom út 26. tbl. 4. árg. Skuldar, og var það hið síð- asta, sem prentað var í Skuldarprentsmiðju á Eskifirði. Þann dag lauk stuttri sögu en ekki ómerkri, — fyrsta þætti í prentlistarsögu Austurlands. Þegar Jón Ólafsson hélt frá Eskifirði um veturnætur 1880, skildi hann prentsmiðjuna eftir, og lá hún þar í reiöileysi, unz nokkrir áhugamenn um útgáfustarfsemi og prentverk tóku sig saman árið 1883 og keyptu prentsmiðj- una fyrir 1400 krónur. Þessir nýju eigendur fluttu prentsmiðjuna að Vest- dalseyri við Seyðisfjörð. í ársbyrjun 1884 hófu þeir að gefa út blað, sem nefndist Austri. Þá hófst annar þáttur austfirzkrar prentlistarsögu. Tilvitnun í kafla II. 7 1 Sjá Hróðmar Sigurðsson: íslenzk stafrófskver. Skírnir 1957 bls. 60. 350
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.