Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 21
Um byltingaróþreyju öreigastéltin taki pólitísk völd í sínar hendur og komi sér upp eigin ríkisvaldi í þágu byltingarinnar, ríkisvaldi sem gegni því hlutverki að brjóta á hak aftur mótspyrnu hinna sigruðu yfirstétta, kveða niður allar tilraunir til gagnbyltingar innanlands og verja byltinguna út á við gegn undirróðri og hugsanlegri íhlutun annarra ríkja. Þeir neita með öðrum orðum að alræði öreiganna sé nauðsynlegur áfangi. Og röksemdafærsla Graves vekur grun um að ástæðan sé nú sem fyrr óttinn við að núlifandi kynslóðir kunni að deyja drottni sínum án þess að hafa borið gæfu til að lifa án tilvistar valds. Bók sú sem bræðurnir Gabriel og Daniel Cohn-Bendit tileinka stúdentaóeirðunum í París vorið 1968 og sex vikna allsherjar verkfalli franska verkalýðsins, sem fylgdi í kjölfar þeirra, staðfestir þennan grun. Höfundarnir, sem voru mjög við þessa atburði riðnir, eru ágætir fulltrúar neo-anarkismans sem um skeið hefur borið á í hinni nýju vinstri hreyfingu og mótaður er af stúdentahreyf- ingu okkar daga. Þeir kalla sig að vísu „vinstri-róttæka“ án frekari skil- greiningar, en þegar við lesum í bók þeirra að Marx hafi ekki verið jafn mikill byltingarsinni og Bakúnín, að anarkistar hafi haft rétt fyrir sér í deilum sínum við bolsévíka í Ukraínu 1918—1921, og að arðránslaust þjóð- félag sé óhugsandi á meðan sumir menn stjórni og aðrir framkvæmi, þá þurfum við ekki lengur vitnanna við. Enda geta Cohn-Bendit hræðurnir ekki fremur en Jean Grave áður sætt sig við þá tilhugsun að lokatakmark þjóðfélagsbaráttunnar — þ. e. fullkominn kommúnismi með allsnægtum handa öllum og óheftu frelsi einstaklingsins, sem ekki er hugsanlegt nema við stjórn- leysi, — þeir geta ekki sætt sig við að þetta lokatakmark náist ekki fyrr en einhverntíma eftir að núlifandi kynslóðir eru orðnar duft í gröfum sínum. Þetta og annað ekki vakir fyrir þeim þegar þeir komast svo að orði í lok mikilvægs kafla: „Við erum ekki að berjast vegna barnanna okkar — því að fórnin, þetta afsprengi stalínistísks, gyðinglegs og kristins húmanisma, vinn- ur á móti byltingunni —, heldur vegna sjálfra okkar, til þess að við fáum loks- ins að njóta lífsins hömlulaust.“ Samhengið milli þessa hugsunarháttar og hinna klassísku anarkistaorða frá 1896 er augljóst. Jafn ljóst er að með því að formæla fórnarlundinni eru höfundarnir að lýsa óþarfa alla þá sjálfsaf- neitun og það erfiði sem öreigastjórnir hafa krafizt af umbjóðendum sínum til varnar sósíalismanum. Lesa má úr orðum þeirra að það hafi ekki verið vegna örðugra aðstæðna byltingarinnar sem slíkra fórna var krafizt, heldur sé orsakanna að leita í meinlætakenndri hugmyndafræði er telji fórnina hafa siðferðilegt gildi í sjálfri sér. 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.