Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 25
IJm byltingaróþreyju að gagnrýni á lagaheimspeki Hegels (1844) — í því verki er einnig að finna hinar fyrstu flasfengnu og óhóflega bjartsýnu framtíðarspár, sprottnar af byltingaróþreyju, sem eru að sönnu miklum mun tíðari í ritum anarkista en marxista, en eru þó meira en nógu algengar þar líka. Marx segir þar að á næstunni muni koma til byltingar í Þýzkalandi, ekki bara pólitískrar bylt- ingar eða stjórnarskipta sem ekki haggi við undirstöðum þjóðfélagsbygg- ingarinnar, heldur róttækrar byltingar sem hafi í för með sér frelsi allra manna, þ. e. kommúnisma. Fjórum árum seinna er sama framtíðarspá orðuð á þá leið í Kommúnistaávarpinu að hin borgaralega bylting sem standi fyrir dyrum í Þýzkalandi geti ekki orðið annað en „beinn undanfari öreigalýðs- byltingar“. Við vitum hvernig fór. Og við sjáum að óskhyggjan getur ekki aðeins af sér guð og ódauðleika. Jafnvel menn sem eru jafn frábitnir trú á yfirnáttúrlega hluti og Marx var geta orðið óskhyggjunni svo rækilega að bráð að þeir sjái Fyrirheitna landið eins og í hillingum yfir hrj ósturmelum sögunnar, sjái heil tímabil í þróun þjóðfélagsins líða hjá á augabragði. Samt sem áður á marxisminn að hafa nógu sterka innviði til að halda byltingaróþreyjunni í skefjum: virðingu fyrir veruleikanum sem grundvallar- reglu í vinnubrögðum, vísindalega hlutlægni sem siðaboðorð. Marx og Engels lögðu á það megináherzlu að unnið væri af ýtrustu óhlutdrægni og raunsæi við rannsókn söguþróunarinnar og forðazt að láta utanaðkomandi kröfur — sósíalískar eða af öðrum toga — hafa áhrif á niðurstöðurnar. Með því móti einu gátu þeir skilið að baki sér stefnumið útópíska sósíalismans sem voru í harla litlum tengslum við veruleikann; þannig tókst þeim að ná sambandi við og þátttöku í hinum raunverulegu átökum í þjóðfélaginu, þ. e. baráttu öreigalýðsins, sem útópísku sósíalistarnir gáfu lítinn sem engan gaum; og þannig mótuðu þeir stefnumið kommúnista í samræmi við grein- ingu sína á hinni raunverulegu þróun borgaralegs þjóðfélags. í augum Marx var ekki til verri „lágkúra“ en það að „laga vísindarannsókn að einhverju sjónarmiði sem ekki er frá henni sjálfri fengið, heldur er utanaðkomandi og henni óskylt“. Engels talaði lofsamlega um „ástundun hrein-vísindalegra rannsókna, án tillits til þess hvort niðurstöður þeirra hafa praktískt notagildi eða ekki“. Með slíkum orðum og fræðilegri vinnu í anda þeirra er ósk- hyggjunni og jafnframt öllum yfirbreiðslutilhneigingum sagt stríð á hendur. Þessi afstaða kemur fram í því sem Marx segir um Willich og Schapper og fylgismenn þeirra í Kommúnistabandalaginu 1848: að þeir taki ekkert tillit til „raunverulegra aðstæðna“, fyrir þeim sé „viljinn einn drifhjól byltingar- innar ..., en við (meirihlutinn í Kommúnistabandalaginu sem fylgdi Marx að 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.