Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 25
IJm byltingaróþreyju
að gagnrýni á lagaheimspeki Hegels (1844) — í því verki er einnig að finna
hinar fyrstu flasfengnu og óhóflega bjartsýnu framtíðarspár, sprottnar af
byltingaróþreyju, sem eru að sönnu miklum mun tíðari í ritum anarkista en
marxista, en eru þó meira en nógu algengar þar líka. Marx segir þar að á
næstunni muni koma til byltingar í Þýzkalandi, ekki bara pólitískrar bylt-
ingar eða stjórnarskipta sem ekki haggi við undirstöðum þjóðfélagsbygg-
ingarinnar, heldur róttækrar byltingar sem hafi í för með sér frelsi allra
manna, þ. e. kommúnisma. Fjórum árum seinna er sama framtíðarspá orðuð
á þá leið í Kommúnistaávarpinu að hin borgaralega bylting sem standi fyrir
dyrum í Þýzkalandi geti ekki orðið annað en „beinn undanfari öreigalýðs-
byltingar“. Við vitum hvernig fór. Og við sjáum að óskhyggjan getur ekki
aðeins af sér guð og ódauðleika. Jafnvel menn sem eru jafn frábitnir trú á
yfirnáttúrlega hluti og Marx var geta orðið óskhyggjunni svo rækilega að
bráð að þeir sjái Fyrirheitna landið eins og í hillingum yfir hrj ósturmelum
sögunnar, sjái heil tímabil í þróun þjóðfélagsins líða hjá á augabragði.
Samt sem áður á marxisminn að hafa nógu sterka innviði til að halda
byltingaróþreyjunni í skefjum: virðingu fyrir veruleikanum sem grundvallar-
reglu í vinnubrögðum, vísindalega hlutlægni sem siðaboðorð. Marx og
Engels lögðu á það megináherzlu að unnið væri af ýtrustu óhlutdrægni og
raunsæi við rannsókn söguþróunarinnar og forðazt að láta utanaðkomandi
kröfur — sósíalískar eða af öðrum toga — hafa áhrif á niðurstöðurnar. Með
því móti einu gátu þeir skilið að baki sér stefnumið útópíska sósíalismans
sem voru í harla litlum tengslum við veruleikann; þannig tókst þeim að ná
sambandi við og þátttöku í hinum raunverulegu átökum í þjóðfélaginu, þ. e.
baráttu öreigalýðsins, sem útópísku sósíalistarnir gáfu lítinn sem engan
gaum; og þannig mótuðu þeir stefnumið kommúnista í samræmi við grein-
ingu sína á hinni raunverulegu þróun borgaralegs þjóðfélags. í augum Marx
var ekki til verri „lágkúra“ en það að „laga vísindarannsókn að einhverju
sjónarmiði sem ekki er frá henni sjálfri fengið, heldur er utanaðkomandi og
henni óskylt“. Engels talaði lofsamlega um „ástundun hrein-vísindalegra
rannsókna, án tillits til þess hvort niðurstöður þeirra hafa praktískt notagildi
eða ekki“. Með slíkum orðum og fræðilegri vinnu í anda þeirra er ósk-
hyggjunni og jafnframt öllum yfirbreiðslutilhneigingum sagt stríð á hendur.
Þessi afstaða kemur fram í því sem Marx segir um Willich og Schapper og
fylgismenn þeirra í Kommúnistabandalaginu 1848: að þeir taki ekkert tillit
til „raunverulegra aðstæðna“, fyrir þeim sé „viljinn einn drifhjól byltingar-
innar ..., en við (meirihlutinn í Kommúnistabandalaginu sem fylgdi Marx að
103