Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 33
Upphaf islenzkra nútímabókmennta 1) í fyrsta lagi er það það, sem ég myndi kalla íslendingurinn gerist heims- borgari. Það grundvallaratriði, sem öllum þrem verkum er sameiginlegt er, að íslendingar í þeim álykta eins og heimsborgarar og einskorða sig ekki við hefðbundin íslenzk málefni. Allir þrír höfundarnir fjalla á sinn hátt um vanda- mál alls heimsins af slíkri ástríðu, að það er greinilegt, að þeim finnst þessi vandamál vera þeirra eigin. Þetta á fyrst og fremst við um aðalpersónur í bókum þeirra. Aðalpersónur í „Hel“ og „Vefaranum mikla“ eiga margt sameiginlegt. Báðir eru þeir að vísu íslendingar, sem öðlast kjarna lífsreynslu sinnar úti í hinum stóra heimi. Álfur frá Vindhóli er sveitapiltur, sem flyzt af æskuslóðum sínum, eða hinni yndislegu eyju, sem er að verða hugmyndum hans um fjölbreytni gæfunnar að fangelsi, og vill kasta sér út í iðu borgarlífsins. Hinar impressjónísku myndir veruleikans, sem eru bakgrunnur að lífi Álfs úti í heiminum, eru svip- myndir af nútímaveruleikanum með helztu andstæðum hans: auð, dýrkun mammons og hluta, hræsni undir gljáfægðu yfirborði annarsvegar, og fátækt og allsleysingj ar í uppreisn hinsvegar. Okkur skilst að Álfur kynnist báðum þessum hliðum raunveruleikans. Steinn Elliði kemur hinsvegar úr íslenzkri borgarafjölskyldu, gerspilltur frá bernsku eftir skriftamálunum í klaustrinu að dæma. Foreldrar hans eru miklu frekar heimsborgarar en íslendingar, hann sjálfur segist vera „lifandi líkamníng þeirrar manntegundar sem séð hefur dagsins ljós síðustu tíu, tólf árin, en aldrei var áður til: íslenzkur vesturevrópumaður af anda þeirrar tíð- ar sem sett hefur mannkynssöguna í gapastokkinn.“ Hann vill halda út í heiminn, því að „hann vill sjá, þykist vera borinn til að sjá, borinn víðlendum, stórum heimi“ o.s.frv. Rétt áður en hann fer finnst honum hann vera „endur- fæddur“, en „að endurfæðast — það er að læra að snúa baki við gömlum meisturum og fornum ástum og yrkja eins og frumburður Guðs.“ Hann ger- ir skírlífisheit, heitir því að leyfa engu rúm í sál sinni nema fögnuðinum yfir hinni andlegu fegurð hlutanna. En útkoman verður sú, að hann drekkur í sig alla þá vizku sem heimsmenningin hefur aflað, deilir á hana og ber hana sam- an við afsiðun og hrun allra verðmæta í Evrópu eftir stríðið. Aðalpersónan í „Bréfi til Láru“ er sem kunnugt er Þórbergur sjálfur. Hann lifir lífi öreiga og skálds á íslandi, ber reynslu sína saman við vandamál nú- tímans í heiminum og færir í letur niðurstöðurnar af heilabrotum sínum. Hann gerir það á svipaðan hátt og Laxness, enda þótt þeir fari hvor sínar eigin götur: báðir kryfja þeir veruleikann í löngum hugleiðingum og ádeil- um og styðjast við dæmi úr sögu og samtíma, frá skáldum og spekinginn. 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.