Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 42
Tímarit Máls og menningar
tilraunir um expressjónískan eða surrealískan stíl í skáldsögunni, sem urðu
ósjálfrátt efni í nútímaskáldsögu og eru í rauninni af sama toga spunnir og
hugleiðingar í „Hel“ og „Bréfi til Láru“ f þeim hverfur hin hlutlausa frásögn
næstum því alveg, atburðarásin víkur fyrir hugleiðingum, og stíllinn verður
háinnhverfur. Hann nálgast með köflum mjög það, sem Englendingar myndu
kalla „the stream of intellectual consciousness“.
Með þessu vil ég þá ljúka tilraun minni til að athuga lauslega nokkur atriði
í gerð skáldverkanna þriggja. Margt er enn ósagt, en enginn tími til þess.
Eru þessi verk nútímaleg? Ég held það örugglega. En af hverju hættu þá höf-
undar þeirra við þessa stefnu í skáldskap sínum og fóru að skrifa í meira eða
minna hefðbundnum stíl, eða hættu alveg að hirta skáldverk? Það er margt
persónulegs eðlis í síðari þróunarsögu þessara skálda, og það er einnig senni-
legt, að þessi verk þeirra hafi verið allt of nútímaleg miðað við aðrar ís-
lenzkar samtíðarhókmenntir, enda þótt auðvelt sé að sanna, að þau hafi haft
sína þýðingu fyrir þróun nútímabókmennta á íslandi, einkum hvað snertir
hugsunarhátt og mál. Ég vil bara benda á eitt, sem mér finnst skipta mestu
máli um eðli íslenzkra nútímabókmennta. Það var viðleitni þessara skálda til
að gera sér grein fyrir vandamálum mannsins í heiminum og finna einhver
lögmál í þeim, sem reyndist vera sterkasti þáttur í verkum þeirra miðað við
íslenzkar bókmenntir þar á eftir. En við vitum, að þau skáld sem talin eru
mestu módemistar, eru löngu húin að gefast upp á þessu sviði, og reyna að-
eins að grípa sundurleit brot tilverunnar, án þess að leita að lögmálum þeirra
og hugmyndakerfi. Þangað á stíll þeirra rætur sínar að rekja, hvort sem stíll-
inn er innhverfur eða í hæsta lagi hlutlægur. En þessi algera uppgjöf á hvers-
konar hugmyndakerfi er einmitt helzta afleiðing þess, sem kallað er firring
mannsins í nútímaþj óðfélagi. Ég hygg, að á íslandi, eins og það er — fá-
mennt en víðlent, með lýðræðislegum venjum í félagslífinu, með almennum
kunningsskap við helztu valda- og embættismenn, hafi þetta aðaleinkenni nú-
tímamannsins lengi verið hulið. Firringarkenndarinnar urðu menn fyrst
greinilega varir fyrir tilverknað framandi utanaðkomandi valds. Þetta var
ástæða fyrir aukinni tilhneigingu til nútímastefnu í íslenzkum bókmenntum
eftir síðari heimsstyrj öld.
j
120