Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 63
Vm íslenzka þjóShœtti „Ég fæ ekki betur séð en þarna hafi verið hreyft við einu allrabrýnasta nauðsynjamáli íslenzkra vísinda, þó að háskólinn virðist ekki hafa borið gæfu til á sjálfu alþingishátíðarárinu að finna á því neina lausn ... Hefði háskólinn haft hug og dáð til að koma á fót öflugri stofnun til að rannsaka hina fornu alþýðumenningu íslands, sem nú er að hverfa, bæði í sveitum og við sjávarsíðuna, mundi það afrek hans lengi haft í minnum á ókomnum öldum. Að vísu hefði slík stofnun átt að vera til fyrir löngu. En þar sem fyrri kynslóðir munu geta haft fjárþröng sína og úrræðaleysi sér til afsökunar, mun okkar kynslóð aldrei fá risið undir því ámæli sem hún mun sæta síðar- meir, láti hún síðustu leifar alþýðumenningarinnar týnast rannsóknar- laust.“3 Svo mörg voru þau orð þegar árið 1945, og engar framkvæmdir hafa að heldur sézt af hálfu þessarar nefndar, og vissulega er þetta mál heldur rytju- leg fjöður í vísindahatti Háskóla íslands. Áður var nefnd ein undantekning til að sanna regluna um áratuga ör- deyðu á sviði skipulegra þjóðháttarannsókna. Þar er um að ræða hið mikla starf Lúðvíks Kristjánssonar varðandi allt það, sem lýtur að sjómennsku og sjávarútvegi. Jónas Jónasson hafði að vísu safnað til þess efnis af miklu kappi, en svo brotakennt er það, að engin tök þóttu á að birta það í íslenzk- um þjóðháttum. Lúðvík hefur unnið að þessu verki í þrjá til fjóra áratugi og safnað að sér feikilegum fróðleik. Hann vinnur nú að nokkurra binda rit- verki um þessi efni, sem allir vona, að sem fyrst sjái dagsins ljós. Mig brestur reyndar þekkingu til að ræða þetta mál, svo sem vert væri, en ekki er vitað til, að hliðstætt rit því, sem Lúðvík hugsar sér, hafi áður verið gefið út í veröld- inni; enda í sjálfu sér ekki óeðlilegt, að íslendingar verði fyrstir manna til vísindalegrar rannsóknar á sj ávarháttum. Þá dregur að nútímanum. Árið 1959 veitti Alþingi Þjóðminjasafninu nokk- urn fjárstyrk til að safna upplýsingum um þjóðhætti, einkum atvinnuhætti. Var Þórður Tómasson safnvörður í Skógum fenginn til að taka saman spurn- ingaskrár, sem síðan voru sendar kunnum fróðleiksmönnum víðsvegar um land. Auk þess tók Þórður fljótlega að ferðast um og skrifa upp eftir öldruðu og minnugu fólki margvíslegan fróðleik. Afrakstur Þórðar á þessu sviði er þegar orðinn allmikill að vöxtum. Á aldarafmæli Þjóðminjasafnsins árið 1963 var svo sem einskonar afmælis- gjöf stofnsett sérstök þjóðháttadeild við safnið, og tók hún til starfa árið eftir. Fyrsti umsjónarmaður þjóðháttadeildarinnar var Þór Magnússon nú- verandi þjóðminjavörður. Hann kom því skipulagi á deildina, sem hún nú 141
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.