Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 72
Tímarit Máls og menningar vísinda- og tæknimenntun og ekki sízt að auka hlut náttúruvísinda í almennri undirstöðumenntun. Þekkingin eykst stöðugt með nýjum rannsóknum og nýjum uppgötvunum og þar með raunar einnig námsefni skólanna. En nýjungar komast yfirleitt seint inn í námsefnið. Skólafræðin geta oft verið áratugum á eftir þróun vísindanna. Breytingar, sem verða, eru í fyrstu einatt á þann veg, að nýtt efni bætist við, ofan á það sem fyrir er, án þess að námsefnið sé skipulagt að nýju, þ. e. náminu í heild hættir til að verða úrelt. Einkum vill verða of mikið af efni, sem mönnum er ætlað að leggja á minnið og læra til prófs. Á þennan hátt lengist námstíminn óhóflega, enda heyrist oft talað um, að háskólanám í sumum greinum sé stöðugt að verða þyngra og lengra, ekki sízt í læknis- fræðinni. En það sem þarf að læra í hverri fræðigrein eykst þó ekki í beinu hlut- falli við nýjar uppgötvanir. Grundvallaratriðin eru yfirleitt þau sömu á- fram, og þó sumar uppgötvanir valdi einmitt grundvallarbreytingum í vís- indum. Tökum t. d. uppgötvun geislavirku efnanna rétt fyrir síðustu alda- mót, sem kollvarpaði hugmyndum manna um gerð atómsins og leiddi til atóm- kenningar Bohrs og Rutherfords. Eðlisfræðin var heldur ekki sú sama fyrir og eftir afstæðiskenningu Einsteins (1911—13). Slíkar grundvallarbreytingar hafa stundum orðið fyrir áhrif einstakra manna, allt frá Galilei — þær gerast að vísu hægt, því gamlar skoðanir hald- ast oft við lengi eftir að þær hafa verið afsannaðar. Sögulegt yfirlit Þekking á fortíðinni er oft sagt. að sé lykill að skilningi á nútíðinni og geti hún einnig verið leiðarljós fram í ókominn tíma, og þess vegna ómaksins vert að rifja upp sumt það sem hefur gerzt fyrr á tímum. Galileo Galilei má með réttu telja upphafsmann nútíma eðlisfræði vegna þess að hann fann upp þá rannsóknaraðferð, sem nefnd er tilraun og vísinda- leg aðferð. „Mælið allt, sem er mælanlegt, og gerið það mælanlegt, sem ekki er það,“ er haft eftir Galilei. Fyrir lok 16. aldar hafði Galileo gert hinar frægu tilraunir sínar með fall hluta og með pendulhreyfingu, sem urðu undir- staða að aflfræði Newtons og þar með nútíma eðlisfræði. Menn höfðu að vísu tekið eftir því áður en Galileo uppgötvaði falllögmálin, að hlutir herða á sér í fallinu. En enginn hafði áður fundið það lögmál, sem þessi hreyfing fylgir, nefnilega að sú vegalengd, sem hlutur fellur á hverri tímaeiningu, vex á sama 150
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.