Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 77
Kennsla og nám í náttúruvísindum Nú á dögum er þessi áherzla á utanbókarlærdóm horfin, og er það vel. En auðvitað þurfa menn að hafa trútt minni til að geta stundað nám. Ýmis atriði verður að kunna, þ. e. a. s. að muna. En skilninginn má ekki vanta. Hann er undirstaðan. Kennsla í æðri skólum fer að mestu fram í fyrirlestrum þar sem hjálpar- gögn kennarans eru tafla og krít. í náttúrufræðum kemur slík kennsla ekki að fullu gagni jafnvel þótt fram- setning sé góð. Verkleg sýnikennsla þarf að fylgja fyrirlestrum og auk þess þurfa nemendur að hafa verklega æfingu, gera sjálfir tilraunir. Það er að minnsta kosti reynslan, að menn geta ekki lært efnafræði að gagni eingöngu á bók. Verkleg æfing verður að koma til viðbótar. Náminu fylgja prófin — og þau vilja oft verða heldur leið bæði nemend- um og kennurum. Þau eru sennilega nauðsynleg en ekki er ég frá því að þau trufli kennsluna og námið — einkum þau próf sem eingöngu eru miðuð við minnisatriði — að mönnum takist að muna það sem á að hafa til prófs. Kennsla er í rauninni aðeins hjálp til sjálfsnáms, þannig að nemendur læri að afla sér sjálfir þeirrar þekkingar, sem þeir þurfa á að halda, — en sum- part fæst þessi þekking í verklegu námi, þ. e. a. s. með vinnu í rannsóknastofu. Þar fá menn tækifæri til að æfa viss handbrögð og læra að nota einföld rann- sóknaáhöld, svo sem vogir, vatnsbunudælu, hitamæla, Ijósbrotsmæla, litsjár- mæla, framkvæma síun og eimingu vökva, búa til staðlaðar upplausnir, gera sér grein fyrir skekkjuvöldum og ónákvæmni við mælingar o. s. frv. f verklegum æfingum þarf tilgangurinn með hverri tilraun að vera ljós. Menn eiga að spyrja sjálfa sig í hvert sinn sem tilraun er gerð, bæði nemend- ur og kennari, hvers vegna er verið að gera þessa tilraun ? Verkleg kennsla gerir auðvitað ráð fyrir virkri þátttöku nemandans, og það er nauðsynlegt að koma undirbúinn í slíka kennslu, hafa a. m. k. lesið leiðbeiningarnar fyrirfram. Ef til vill ætti að tengja betur saman fræðilegt nám og verklegt, þannig að fyrirlestrar og verkleg æfing í sama efni fari sam- an — sé sem stytzt á milli — helzt á sama degi. Kennsla er auðvitað misgóð — eða réttara sagt kennarar eru misgóðir. Og það er ekki sama að kunna og að kenna eins og menn vita. Þó að maður sé vel að sér í sinni grein, er ekki víst að hann sé góður kennari. Góð kennsla vekur áhuga hjá nemendum og slæm kennsla getur eytt öllum áhuga. Verk- leg kennsla getur líka orðið fremur til skaða en gagns, ef reynt er að hrista verkið af einhvern veginn, aðeins til að uppfylla skyldu. 155
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.