Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 91
hér á landi sem annarsstaðar var tómt mál án þessa bakhjarls í austri. Því voru von- brigðin svo sár, þegar okkur virtist um stund sem þessi bakhjarl hefði brugðizt er hann neyddist til af sögulegum og her- fræðilegum ástæðum að semja frið við þann erkióvin, sem við höfðum barizt við án afláts í heilan áratug. Enginn er eyland er ekki aðeins saga merkilegs tímabils í okkar eigin sögu og alls heimsins — titíllinn er nú aðeins tján- ing þeirrar staðreyndar, að einstaklingar og þjóðir eru ekki fullvalda, heldur hlutí „meginlandsins" — bókin reynir einnig að leysa úr siðferðilegum vanda húmanism- ans. Að því er varðar vestræna menningu, þá hefur þetta vandamál verið á dagskrá frá því að kristindómurinn slöngvaði bann- orðinu yfir heiminn: þú skalt ekki mann deyða! Aldrei hefur neinni kenningu ver- ið gert erfiðar fyrir en með þessum orðum. Aldrei hefur siðfræðikenning verið brotin af svo léttlyndu blygðunarleysi sem hún. Kristinn Andrésson getur að minnsta kosti hrósað sér af því, að fjaðrir hans eru ó- sviðnari en flestra guðfræðinga. Hver sem les Enginn er eyland, getur ekki hjá því komizt að skilja, að bókin er meðal annars svar við bók Halldórs Laxness, sem okkar ólæsu og óskrifandi borgarar gerðu mikið veður af — Skálda- tíma. Skáldatími Halldórs er furðuleg bók. Hér er ekki talað um snilldina, í máli og stíl. Hér er einfaldlega talað um sannleik- ann. Halldór Laxness vílaði ekki fyrir sér að lýsa sjálfum sér sem „nytsömum sak- leysingja“. Kristinn Andrésson vissi betur. Hann vissi, að tímabil „rauðra penna“ var einn af hápúnktunum á listamannaferli Halldórs Laxness. Það var ekki aðeins „vinfengi", sem tengdi hann við bolsana. Og það voru ekki Danir, sem uppgötvuðu Halldór Laxness, eins og hann vill vera láta í Skáldatíma. Það voru íslendingar. Umsagnir um bæktLT Og þessir íslendingar voru allir í „rauð- um pennum". Því að hann var rauðastur rauðra penna. Og hvað sem raular og taut- ar þá var hann það. Og svo að lokum: kæri Kristinn! Má ég þakka þér fyrir þessa bók. Hún minnir mig ekki aðeins á æsku mína og löngu iiðna tíð. Hún minnir mig á það, að þú þarft ekki að fela spor fortíðarinnar. Þú hefur einskis að iðrast Sverrir Kristjánsson. Andheimspeki Bók Þorsteins Gylfasonar er samkvæmt kápuauglýsingu „fræðslurit um stöðu mannsins í tílverunni", en sjálfur segist höfundur í formála einkum vilja vekja um- hugsun og efasemdir.1 Hvorugt gefur rétta hugmynd um innihald bókarinnar; hún er fyrst og fremst ádeilu- og áróðursrit, byggt upp samkvæmt algengustu forskrift að slík- um ritsmíðum: grófri skrípamynd af and- stæðingnum er stillt upp andspænis aðlað- andi einföldun á eigin skoðunum, og að- ferðimar, sem beitt er, bera oftast meiri keim af iýðskrumi en heimspeki. Tilgang- ur bókarinnar virðist engu síður pólitískur en heimspekilegur og er því rétt að athuga hér einkum tvo þætti hennar: annars vegar þá heildarmynd, sem hún dregur upp af heimspekisögunni, hins vegar þann sess, er marxisminn skipar í henni. f fyrstu þrem köflunum lýsir Þorsteinn í megindráttum sögu heimspekinnar frá Grikkjum til pósitívismans og kemst að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir „ívaf sið- ferðishugmynda og trúarskoðana af ýmsu tæi“ (bls. 39) sé helzta þróunarhneigð hennar augljós og einföld: undanhald heim- spekinnar fyrir vísindunum og að lokum 1 Þorsteinn Gylfason: Tilraun um mann- inn. Almenna bókafélagið 1970. 169
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.