Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 93
ingu orðsins, heldur urðu kynni hans af heimspeki hins síðarnefnda honum hvöt til að leita nýrrar iausnar á þeim vandamálum, sem hann taldi Hume hafa skilið betur en aðra, án þess þó að hann hefði fundið við- unandi svör. Sjálfur orðaði hann það þannig, að Hume hefði vakið hann af kreddutrúarsvefni. Hin öra framþróun vísindanna á 17. og 18. öld kom heimspekinni í æ rneiri vanda: sumpart tóku vísindin að sér ýmis viðfangs- efni sem áður höfðu komið í hlut hennar, sumpart ógiltu hinar vísindalegu rannsókn- araðferðir allar tilraunir til að öðlast hlut- læga þekkingu með sértækri hugsun einni saman. Þýðing ensku raunspekinnar er fyrst og fremst sú, að hún dró fram í dags- Ijósið þekkingarfræðileg frumrök þessarar myndbreytingar og útfærði þau í smáatrið- um. Hún lét ekki sitja við almenna yfir- lýsingu um að öll þekking væri reynslu- þekking, heldur gerði nákvæma athugun á því, hvert væri inntak reynslunnar og tak- mörk og hvað gæti í ljósi þess talizt hlut- læg þekking og hvað aðeins hugarfóstur. En róttækni hennar varð að lokum svo mikil, að hún hlífði ekki sinni eigin for- sendu, raunvísindunum: í efahyggju Humes er það möguleiki hlutlægrar þekkingar al- mennt, sem véfengdur er. Út úr þessum ógöngum reynir Kant að komast. Fyrir honum vakir að rökstyðja tvennt í senn: afneitun hinnar arfteknu frumspeki og réttmæti hinnar vísindalegu þekkingarleitar. í þeim tilgangi braut hann upp á nýrri tegund af heimspeki, frum- tœkri (transzendental) heimspeki í stað frumspekinnar; viðfangsefni hennar var ekki lengur hinztu rök né heildarmynd veruleikans, heldur þeklcingarferliS að svo miklu leyti sem ]>að ákvarðaði sjálfa bygg- ingu veruleikans, þ. e. fól í sér ákveðnar reglur um það, undir hvaða kringumstæð- um og í hvaða formi hlutveruleikinn gæti Umsagnir um bœkur birzt því sem fyrirbæri. Þannig umbyltir Kant sjálfu reynsluhugtakinu. Reynslan er ekki lengur einber skoðun veruleikans, heldur reglubundin umsköpun hans. í stað hinnar einhliða róttækni raunspekinnar kemur nú víxlverkan frumlags (Subjekt) og andlags (Objekt); reynslan er áfram for- senda allrar þekkingar, en á sér um leið sínar forsendur, sem verða sérstakt við- fangsefni heimspekinnar. Utan vébanda reynslunnar hlaut hin „hreina skynsemi" að flækjast í þverstæð- um. Þessar innri mótsagnir skynseminnar rakti Kant ýtarlega í höfuðriti sínu, Kritik der reinen Vernunft. Þorsteinn lætur líta svo út sem Hegel hafi aðeins breytt hér um formerki og gert úr ógöngum skynseminnar eðlilegt þróunarlögmál hennar. Að sjálf- sögðu var Hegel hvorki í þessu tilliti né öðru sá einfeldningur, sem Þorsteinn reynir að gera úr honum, og sambandið milli hans og Kants var miklu flóknara. Kant hafði sem að ofan greinir ekki látið sitja við að lýsa þekkingarferiinu, heldur leitað svars við þeirri spurningu, hvernig þekk- ingin öðiaðist aðgang að veruleikanum og að hve miklu leyti hún væri virkur þáttur í mótun hans. Hann uppgötvaði þannig samband vitundar og veruleika sem við- fangsefni heimspekinnar. Þessu viðfangs- efni geta vísindin ekki svipt hana, því að engin einstök grein þeirra tekur það til meðferðar sem heild, þó að þau geti varpað ljósi á einstakar hliðar þess. Þær veilur í heimspeki Kants, sem arftökum hans varð starsýnast á, voru í sem stytztu máli sagt fólgnar í því, að í þetta samband vitundar og veruieika vantaði heildarsamhengi. Sér í lagi tókst honum ekki að finna viðhlít- andi samnefnara fyrir þekkingarlega, sið- ræna og estetíska breytni mannsins. Hegel leysti þetta vandamál með því að gera hina mannlegu sjálfsveru að birtingarformi og nauðsynlegu stigi í framþróun æðri and- 171
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.