Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Síða 98
Tímarit Máls og menningar ann: farið er að líta á þau ekki sem virk samskipti, heldur sem óvirka móttöku. Sé bæði efnishugtakinu og endurspegl- unarkenningunni hafnað, verður betur Ijóst en áður, að marxisminn er efnishyggja frekar í neikvæðum skilningi en jákvæð- um: hann lítur svo á, að hið huglæga (súbjektíva) sé takmarkað af annars konar veruleika og vísi í allri tilveru sinni og verkan til einhvers annars en það er sjálft. En á þessum forsendum verður einnig ljóst, að samhengið milli heimspekilegrar og sögulegrar efnishyggju er miklu nánara en Þorsteinn telur, og ekki er um að ræða tvær óskyldar merkingar sama orðs. Hin sögulega efnishyggja er ekki alhæfð vinnu- tilgáta um þýðingu efnahagslegra orsaka söguþróunarinnar; í henni felst í senn meira og minna en það. Hún gerir ekki ráð fyrir yfirdrottnun efnahagslegra orsaka um aldur og ævi, heldur reynir að skilgreina nánar þau sérstöku tengsl, sem í undan- genginni og yjirstandandi söguþróun eru milli framleiðsluferlisins og þjóðfélagslegr- ar heildarverundar mannanna. Þau er auð- vitað erfitt að draga saman í eina allsherj- ar formúlu, en í öllum tilfellum er um það að ræða, að hlutveruleg tilveruskilyrði þjóðfélagsins — hvort sem það eru nátt- úrulegar aðstæður eða „félagsleg náttúru- lögmál" efnahagskerfisins — setja meðvit- uðum og frjálsum athöfnum mannanna þröngar skorður. En á þetta ástand er ekki litið sem óbreytanlegt, heldur á liinni sósíal- ísku byltingu að vera stefnt gegn því; hlutverk hennar er, svo að notuð séu orð Rósu Luxemburg, „að gefa félagslegum verknaði mannanna meðvitaða þýðingu". Tilraun um manninn er, eins og hér hefur verið reynt að sýna fram á, í megin- dráttum andheimspekilegt rit fremur en heimspekilegt, og verður ekki séð að vegur borgaralegrar heimspeki á íslandi hafi til muna aukizt við tilkomu hennar. Kok- hreysti höfundarins bætir þar ekki úr skák, nema síður sé. Því fer fjarri að þetta sé neitt fagnaðarefni — íslenzkum marxistum væri það miklu gagnlegra að þurfa að kljást við skæða andstæðinga. Af þeim ástæðum er rétt að bæta við þessar að- finnslur ósk um, að höfundur bókarinnar eigi eftir að gera betur. Jóhann Páll Árnason. Sögur Drífu Viðar Sögurnar í bók Drífu Viðar1 eru af fjöl- breyttum toga spunnar; þær eru almennt gæddar skilníngsríku innsæi í mannlegt bjástur, hlýrri kímni, hnyttni, og á stundum beiskri ádeilu. Þó er ógetið þess sem mér finnst einkum móta svip þessarar bókar. Fyrstu sögur hennar sex talsins eru sam- stæðar að efni, mynda óljósa heild sem gæti virzt hluti af stærri heild, verki sem ekki hafi verið lokið, þótt slíkt sé ef til vill óleyfileg tilgáta. Þetta eru svipmyndir úr sveit þar sem sögumaðurinn, kona, dvelur um skeið og biandar geði við ná- grenni sitt. Þó er það einvera sögumanns sem gefur þessum sögum meginsvip, ein- manaleiki sem stundum verður að mann- fælni: „Þegar ég sé til mannaferða hraða ég mér mína leið sem liggur upp í fjöll- in.“ Einsemdartilfinníng þessi jaðrar á stundum við feigðarkennd og er blandin mögnuðum seið frá náttúru landsins. „Ég verð vatnið þegar ég horfi þangað, úr vatni er ég og verð hrynjandi vatnsins, gárur og bára, alda og froða, ég stíg og fell, græt og hjala ... Vatnið er hin mikla einvera, hið eilífa líf, hinn þungi straum- ur. Meðan eldurinn lifir og vatnið gjálfrar 1 Dagar viS vatniS. Heimskringla 1971. 146 bls. 176
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.