Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 4
Tímarit Máls og menningar árið 1890. Og þessi þróun hélt áfram og var mjög hraðfara. Svo að það var vissulega til þjóðfélagslegur grundvöllur, eins og hka sýndi sig. Hefði vinstri armur íslenzkra stjórnmála hugsanlega náð betri árangri, ef kommúnistar hefðu haldið áfram að starfa innan vébanda sósíaldemó- krata eins og t. d. varð raunin á í Svíþjóð? Kommúnistaflokkur Svíþjóðar var stofnaður löngu á undan Kommún- istaflokki íslands. Stofnun Kommúnistaflokksins hér heima var ekkert til- viljunarkennt skyndiupphlaup einhvers hóps, heldur rökrétt afleiðing af langri þróun, eins og ég sagði áðan. Þegar á árinu 1926 komu kommún- istar fram sem samstilltur andstöðuarmur á Alþýðusambandsþingi. Það hafði verið mikill pólitískur ágreiningur allan síðasta áratuginn á undan stofnun flokksins og hörð átök ekki aðeins um fræðikenningu, heldur um pólitísk stefnumál bæði alþjóðleg og innlend og um mjög brýn úrlausnar- efni verkalýðshreyfingarinnar. Á þingi Alþýðuflokksins 1928 lögðu komm- únistar fram tillögu um að sett yrðu skilyrði fyrir stuðningi við ríkisstjórn- ina, svo sem að vinnulaun í ríkissjóðsvinnu yrðu greidd samkvæmt taxta verkalýðsfélaga, fátækraflutningar yrðu afnumdir og fátækrastyrkur ekki látinn varða réttindamissi eins og um glæp væri að ræða. Þessu var hafnað. Þetta þykir mörgu ungu fólki nú á dögum trúlega harla ólíklegt, en þetta er nú samt staðreynd. Við sem vorum til vinstri, reyndum eftir beztu getu að starfa innan Alþýðuflokksins. í verkalýðshreyfingunni á Norðurlandi og í Vestmanna- eyjum höfðu kommúnistar og samherjar þeirra forustu. Á þeim árum var Alþýðuflokkurinn skipulagður sem Labour Party, í honum voru bæði verka- lýðsfélög og stjórnmálafélög. í þessum stjórnmálafélögum höfðu ýmist hægri eða vinstri menn forustuna, og síðast var svo komið, að vinstri félögin fengu ekki að vera í Alþýðusambandinu, var ýmist neitað um upp- töku eða vikið úr því. Kommúnistar urðu í meirihluta í Sambandi ungra jafnaðarmanna og hægri menn svöruðu óðara með því að kljúfa sambandið. Við áttum ekki að fá að skrifa í málgögn flokksins frá okkar sjónarmiði. Og við fórum að gefa út blöð og tímarit. í Verklýðsblaðinu, sem út kom 1930 í fyrsta sinn, var lagt til að skipulaginu yrði breytt, stofnað yrði óháð verkalýðssamband og einnig yrði stofnaður kommúnistaflokkur, sem væri eðlilegt, vegna þess að hinn pólitíski klofningur verkalýðshreyfingarinnar væri staðreynd. En einingu verkalýðshreyfingarinnar yrði að varðveita, þrátt fyrir það sem á milli bæri í stjórnmálum. Fjórðungssambönd Alþýðusam- 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.