Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 4
Tímarit Máls og menningar
árið 1890. Og þessi þróun hélt áfram og var mjög hraðfara. Svo að það
var vissulega til þjóðfélagslegur grundvöllur, eins og hka sýndi sig.
Hefði vinstri armur íslenzkra stjórnmála hugsanlega náð betri árangri,
ef kommúnistar hefðu haldið áfram að starfa innan vébanda sósíaldemó-
krata eins og t. d. varð raunin á í Svíþjóð?
Kommúnistaflokkur Svíþjóðar var stofnaður löngu á undan Kommún-
istaflokki íslands. Stofnun Kommúnistaflokksins hér heima var ekkert til-
viljunarkennt skyndiupphlaup einhvers hóps, heldur rökrétt afleiðing af
langri þróun, eins og ég sagði áðan. Þegar á árinu 1926 komu kommún-
istar fram sem samstilltur andstöðuarmur á Alþýðusambandsþingi. Það
hafði verið mikill pólitískur ágreiningur allan síðasta áratuginn á undan
stofnun flokksins og hörð átök ekki aðeins um fræðikenningu, heldur um
pólitísk stefnumál bæði alþjóðleg og innlend og um mjög brýn úrlausnar-
efni verkalýðshreyfingarinnar. Á þingi Alþýðuflokksins 1928 lögðu komm-
únistar fram tillögu um að sett yrðu skilyrði fyrir stuðningi við ríkisstjórn-
ina, svo sem að vinnulaun í ríkissjóðsvinnu yrðu greidd samkvæmt taxta
verkalýðsfélaga, fátækraflutningar yrðu afnumdir og fátækrastyrkur ekki
látinn varða réttindamissi eins og um glæp væri að ræða. Þessu var hafnað.
Þetta þykir mörgu ungu fólki nú á dögum trúlega harla ólíklegt, en þetta
er nú samt staðreynd.
Við sem vorum til vinstri, reyndum eftir beztu getu að starfa innan
Alþýðuflokksins. í verkalýðshreyfingunni á Norðurlandi og í Vestmanna-
eyjum höfðu kommúnistar og samherjar þeirra forustu. Á þeim árum var
Alþýðuflokkurinn skipulagður sem Labour Party, í honum voru bæði verka-
lýðsfélög og stjórnmálafélög. í þessum stjórnmálafélögum höfðu ýmist
hægri eða vinstri menn forustuna, og síðast var svo komið, að vinstri
félögin fengu ekki að vera í Alþýðusambandinu, var ýmist neitað um upp-
töku eða vikið úr því. Kommúnistar urðu í meirihluta í Sambandi ungra
jafnaðarmanna og hægri menn svöruðu óðara með því að kljúfa sambandið.
Við áttum ekki að fá að skrifa í málgögn flokksins frá okkar sjónarmiði. Og
við fórum að gefa út blöð og tímarit. í Verklýðsblaðinu, sem út kom 1930
í fyrsta sinn, var lagt til að skipulaginu yrði breytt, stofnað yrði óháð
verkalýðssamband og einnig yrði stofnaður kommúnistaflokkur, sem væri
eðlilegt, vegna þess að hinn pólitíski klofningur verkalýðshreyfingarinnar
væri staðreynd. En einingu verkalýðshreyfingarinnar yrði að varðveita, þrátt
fyrir það sem á milli bæri í stjórnmálum. Fjórðungssambönd Alþýðusam-
210