Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar
gilsánni og yfir brúna og kallar til mín á hvaða ferð ég sé. Nú stöndum
við þarna sitt hvoru megin við girðinguna og segi ég honum sem gleggst
af mínu ferðaflangri. Valdimar opnar nú hliðið og segir mér að koma
með sér heim að Kotum, ég hljóti að vera búinn að fá nóg þann daginn.
Og þó á mér hvíldi sú ábyrgð að skila mér heim að Gili um kvöldið varð
ég feginn boði Valdimars og settist upp á hest sem hann hafði í taumi og
á Kotum gisti ég um nóttina.
Það var gott að koma að Fremrikotum og þar átti ég vinum að fagna.
Frændsemi taldi ég til bóndans og svo var Gísli bróðir minn þar vinnu-
maður. Um morguninn eftir fór ég seint á stað og réð því Kotafólk, var
ég fluttur á hesti yfir Norðurána undan bænum og þaðan lagði ég upp í
gönguför norður um, en því fór ég þessa leið að allmargt hrossa var á
Krókárgerðistúni og þar vildi ég koma við. Þegar kom að Krókárgerði
sem var í eyði, sá ég stóðhrossin en ekki það, sem ég leitaði að. Lengi
stundar sat ég á tóttarbroti að sjá í kring um mig og njóta þess hve þarna
var friðsælt og hvergi hef ég komið á eyðibýli sem býr yfir sHku seið-
magni, maður stanzar við. Fuglasöngurinn þarna var langdreginn og ör-
uggur, það var ekkert sem truflaði og ekki var þörf að syngja hátt, lágir
og þýðir tónar heyrðust langar leiðir, mér var ylur í hug og hjarta og
hefði viljað dvelja þarna ögn lengur, en svo varð ég að halda á stað og þá
rifjaði ég upp vísu um kotið.
í Krókárgerði kulsamt er,
kemur þar jafnan stormur,
samt eru fínir sauðirner
sem á karlinn Ormur.
Ekki kvað ég þessa kuldalegu vísu upphátt, en Ormur sá sem átti þessa
fínu sauði var uppi frá 1715-1785, hann var Jónsson. Ormur var tvígiftur
og átti tuttugu börn, hann bjó á Krókárgerði um miðbik átjándu aldar,
en sú jörð fór í eyði 1898. (Sonur Orms var Steinn bóndi á Þorljóts-
stöðum, hans kona hét Kristjana Lovísa hún var dóttir Skúla gullsmiðs
Thorlaciusar, er úti varð á Öxnadalsheiði 1816, Björnssonar Halldórssonar
Hólabiskups. Kona Skúla og móðir Kristjönu Lovísu var Marsibil Sem-
ingsdóttir móðir Bólu-Hjálmars.) Öxnadalsheiðin tók sér í fang líf margra
ferðamanna. í þetta skifti var ég á ferð á þessum slóðum um hásumar,
ég kvaddi Krókártóttir og hélt á stað heimleiðis. Fyrst varð ég að komast
258