Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 37
Mannleg þrenning
bjökn: 0, hún hefur ekkert viljað vera að gera þig afbrýðisaman svona
löngu fyrir tímann. Ég á nú eftir að lifa í tíu ár enn. Kannski tuttugu.
JÓN: Ætli hún hafi ekki bara verið búin að gleyma þér.
björn: Gleyma mér? Hún Guðný? Nei, þú segir mér nú engar draugasögur
Jón minn.
JÓn: Mér finnst það ekkert undarlegt þó hún hafi verið búin að gleyma þér.
Hún sagði mér það þarna um árið - ætli það hafi ekki verið veturinn
’28? -
björn: ’29! Láttu mig muna það!
JÓN: Nú, var það ’29. - Jæja, hún sagði, þegar þetta var nú alltsaman af-
staðið, - að þú hefðir verið hölvaður kjaftaskur.
björn: Kjaftaskur?
JÓN: Já, og frekur. Ekkert nema frekjan.
björn:Nú lýgurðu!
JÓn: Svo ég lái henni það ekkert þó hún hafi verið búin að gleyma þér.
(Þögn.)
Björn: Ætli hún hafi ekki munað eftir kjólnum.
(Þögn.)
JÓn: Hvaða kjól?
björn: Hvaða kjól segirðu. Þarna sérðu hvað þú veist lítið í þinn haus. -
Já, ég hjó aldrei í Firðinum nema þennan eina vetur. En ég hafði alltaf
spurnir af ykkur. Ég vissi alltaf hvað henni Guðnýju leið. Og þegar ég
sigldi á England á stríðsárunum, þá gaf ég henni kjól. Og þú hélst að hún
hefði verið í ástandinu. Logaðir af afbrýðisemi. Manstu ekki? Júú, þú
manst það, þó þú sért soldið farinn að kalka. — Ég hef kannski aldrei verið
neitt Bretaveldi. En það var nú samt ég sem gaf henni kjólinn. Og þar hef-
urðu það!
JÓN: Hu! Eins og hún hafi ekki verið búin að gleyma þessari druslu.
BJÖRN: Þetta var nú samkvæmiskj óll góði minn.
JÓN: Sér var nú hver samkvæmiskjóllinn. Næfurþunnur andskoti!
björn: Heldurðu virkilega að samkvæmiskj ólar þurfi endilega að vera svell-
þykkir, eða hvað? Skelfilegt barn geturðu verið.
JÓN: Merkilegur var hann a. m. k. ekki.
björn : Hún Guðný kunni að meta hann. Það frétti ég.
(Þögn.)
BJÖRN: Já, hún var yndisleg kona, hún Guðný. Lifandi kona.
JÓN: Hún hafði sína kosti og sína galla einsog allir aðrir.
243