Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 49
Ut œviminningum
klýfur fjallið upp á hábrún og heitir Reiðslugil. Skolgrár lækur hendist
fram úr gilinu, yfir þjóðveginn á hæðinni og fram í Heiðargil. Þegar
snjóa leysir og í rigningum er lækurinn svo vatnsmikill að hann má heita
ófær gangandi fólki og því lieitir þarna Reiðslugil. í þetta sinn komst
ég þurrum fótum yfir lækinn á grjótstiklum við veginn, og hljóp niður
brekku vestur Giljareitinn. Þarna er fjallið bratt og giljum skorið og undir-
lendi aðeins mjó ræma milli fjalls og árgils. í fjallið skerast tvö gil sem
heita Hraungil (eða Hleinargil), í þeim eru lækir bergtærir, þeir feta
létt eftir hraunlitu hellugrjóti og lyfta sér fram af brúninni með galsa og
gleðilátum. Á móti Giljareitnum rís Kinnafjallið hátt og virðulegt, þar
er lítið um kletta en grasgeirar fikra sig upp að kuldaskilum. Skagfirzkar
rollur með lömbin sín kroppa ótroðið gras á strjálingi og þama er ein og
ein hrossskepna á stangli, sem sýnir að sumir vilja vera einir, líka meðal
hrossa.
Vestasta gilið í reitnum er Dagdvelja, það gil er mikið að klettum og
torfærum og varð lækurinn ófær ef rigndi og þá varð ferðafólk að dvelja
við gilið þar til dró úr vextinum.
Skógarhlíðin tekur við vestan Giljareits, hún er grasi gróin og þar eru
engir klettar. Nafn hlíðarinnar bendir til að öll hafi hún verið skógi vaxin,
en nú sést þar engin hrísla. Þessi hlíð hefur þá náttúru að þar festir sjaldan
snjó, þó norðurheiðin sé með snjóþyngstu svæðum landsins.
Fram við heiðarána, næst Dagdvelju, heitir Skógarnes, þar er gamalt
hæjarstæði. Ég gekk fram í nesið að stugga við nokkrum hrossum til vara
og tyllti mér niður í tóttina þurra og grasþétta. Svo tók ég upp nestisbitann
sem var tveir flatbrauðsfjórðupartar með smjöri, það var gott að hvílast
um stund.
Fremur hefur kotið verið kostarýrt, túnið mýrkennt og þýft og engjarnar
snapir á snöggum mýrasundum, féð hefur legið við opið og kroppað sinu-
stráin á vetrum, en þar var til bjargar að snemma sló í jörð á vorin.
Úr Skógarnesinu sér inn á Krókárdalinn og þar undir klettabelti í botni
dalsins urðu þrír menn úti fyrir löngu síðan. Sagan hermir að fyrirliði
þessara manna hafi borið peninga allmikla vestan um heiðar og héruð
til amtmannsins á Möðruvöllum. Þeir komu síðla kvölds að Krókárgerði
og báðust gistingar, en komið var fram á vöku og hríðarveður. Bóndinn
í Krókárgerði taldi sig ekki geta hýst svo marga menn vegna þrengsla og
vísaði þeim á útihús að hírast í. Ekki vildu ferðamennirnir hlíta því og
gengu óboðnir í bæinn og voru þar um nóttina. Morguninn eftir var bóndi
255