Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 69
Bergsteinn Jónsson
Kirkjubygging Matthíasar Jochumssonar
í Odda
Á árunum 1880 til 1886 var þjóðskáldið Matthías Jochumsson prestur á þeim
ríka og fræga stað, Odda á Rangárvöllum. Var hann síðasti klerkurinn þar,
sem konungsveitingu hlaut fyrir þessu löngum svo eftirsótta brauði; en
eftirmaður hans þar, sr. Skúli Skúlason, var að sögn Vigfúsar Guðmunds-
sonar fræðimanns frá Keldum, „fyrsti prestur hér á landi, sem hlaut veitingu
eftir kosningu safnaðar."1 - Einnig var sr. Matthías fyrsti Oddapresturinn
um meira en aldarskeið, sem ekki hafði lokið guðfræðiprófi frá háskóla. Sá
næsti á undan honum, sem ekki var háskólakandidat, var Ólafur Gíslason,
en hann var líka eini lúterski biskupinn í Skálholti, sem ekki hafði framazt
við háskólanám erlendis. Var Ólafur prestur í Odda 1725—47.2
Matthías Jochumsson var sem kunnugt er fæddur árið 1835. Fór hann full-
orðinn í skóla og lauk ekki stúdentsprófi fyrr en 1863. Prófi frá Presta-
skólanum lauk hann svo tveimur árum síðar, 1865. Hann var prestur
í Kjalarnesþingum (sat á Móum) 1867-73, en þá hafði hann á skömmum
tíma misst tvær konur eftir sárskamma sambúð. Gerðist hann af þeim
sökum allhugsj úkur, auk þess sem á hann sóttu ýmsar efasemdir út af trúar-
skoðunum og kirkjulegum kenningaratriðum.
Eftir tvær utanfarir á skömmum tíma, sem ekki hvað sízt voru til þess
farnar að hressa hugann og bæta heilsuna á sál og líkama, réðst svo, að
Matthías keypti blaðið Þjóðólf af Jóni Guðmundssyni og settist að í
Reykjavík þjóðhátíðarárið 1874.
Skömmu eftir að Matthías var seztur að í Reykjavík kvæntist hann í
þriðja sinni, og brátt fóru börn hans að fæðast og halinn að lengjast.
í fyrstu hugði Matthías gott til þess að fá að vinna fyrir sér sem eigin
herra og með penna í hönd, fá daglega að umgangast og deila geði við
andans- og menntamenn og hafa bækistöð sína að nokkru leyti í prentsmiðju.
1 Vigfús GuSmundsson: Saga Oddastaðar. Reykjavík 1931. Bls. 114.
2 Sveinn Níelsson (Hannes Þorsteinsson og Björn Magnússon): Prestatal og prófasta
á Islandi. 2. útg., Reykjavík 1950.
275