Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 75
Kirkjubygging Matthíasar Jochumssonar í Odda
3 tunnur af kalki og saum og stipti eftir þörfum. Gólf-þverbita þarf ég ekki,
en máske þak- (spón? járn?).
Þetta vildi ég fá á skipinu, og síðan það sem skipið bæri af venjulegu
timbri alls konar, nema engin stórtré. Viðurinn þarf að vera valinn, en
verðið ríður mér á að gæti verið sem vægast. - Kostirnir: Grindina, kalkið
og sauminn skuldbind ég mig að borga strax, en hinn viðinn á 2 mán. fresti
eða þá eins og um semur, er skipið kemur. Ég hjálegg fulbnakt.1 En nú
kemur enn póstur: Skipið ætti að leggja af stað t. d. frá Noregi ekki
seinna en 1. maí. Það á að fragtast til Rangárvallasýslu (Eyrarbakka?),2
en þó ef mögulegt er að leggja viðinn hér við Landeyjasand, þannig að
skipið héldi rakleitt, ef veður leyfði, upp undir sandana með lóðsflaggi,
tæki þar lóðs, sem ég lœt vera viðbúinn úr því von vœri á skipinu, og setti
farminn í flota, en fólk verður strax við hendina að róa þá upp í sandinn;
þetta hefur reyndar aldrei verið gjört í seinni tíð, en má takast (eins og
mönnum tekst að róa flotum upp úr Vestm.ey. Þó, ef Norðmenn afsegja
þetta eða gjöra 12 daga til hálfsmánaðar bið í bugtinni3 eftir landveðri
mjög dýrt, þá — eftir svo sem 14^15 daga mega þeir setja viðinn upp á
Eyrarbakka.4 En helzt upp í sand. - Ó, ó! Er þetta ekki risavaxin bón?
En ég treysti næst blessan drottins hamingju þinni og drengskap. Hrædd-
astur er ég að Norðmenn gjöri okkur „Knuder“5 6 við „Sandinn“, en satt að
segja er það „Iapparí“® að setja ekki viðinn eins þar á land eins og t. d.
á Eyrarbakka. Jakob skrifar þér nú greinilegra um það sem panta þarf,
en skyldi hans bréf ekki koma, þá reyndu að fara eftir þessu. Hér er
timburlaust, og vona ég til að ég hafi góðan hag af að selja farminn.
Kirkjan getur borgað strax 2-3 þús. og hitt fæ ég fyrir gömlu kirkjuna og
timbrið sem kemur og ég þarf ekki sjálfur. Ég læt Jakob ráða úr með efnið
í þakið.
Þessi fyrirhöfn þín verður án efa mikil og eflaust sérðu ekki út úr önnum,
en ég trúi engum eins og þér samt.
1 Fullmagt eSa umboð Matthíasar til Tryggva fylgir bréfinu enn.
2 í stað „Rangárvallasýslu (Eyrarbakka)?“ hefur staðið „Vestmannaeyjar", en það
hefur verið strikað út.
3 „bugtinni" er sett inn fyrir „Eyjunum".
4 „á Eyrarbakka“ er sett inn fyrir „í eyjunum".
5 gjöri okkur Knuder: setji okkur f vanda.
6 Hégómi.
281