Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar
á þurkvöll og mest borið á baki, eða þá á honum gamla Rauð, sem var einn
hesta á Gili. Þar var því endalaust labb með hest í taumi undir böggum og
klyfjum. Kaupstaðarleiðin til Akureyrar var seinfarin, en þangað var farið
með ullarhárið á vorin, og á haustin voru lömbin, sem flest voru graslömb,
rekin til Akureyrar. Lömbin gengu upp í skuldina í verzluninni, nema slátrin
voru flutt heim.
Bærinn á Gili stóð undir fjallshlíð, sem er brött að brúnum og heitir
Hjallinn, og er landareignin á Gili ásamt engi sem er fram með ánni og er
það engi mjög grýtt, en grasgefið, og þó reytingssamt. í Hjallanum er gróð-
urinn mjög fjölskrúðugur og þar er mikið af lindum og lækjum, sem halda
brekkunum rökum og gera lífið eftirsóknarvert, enda verpir þarna fjöldi
farfugla. Allur gróður í Hjallanum er svo kjarngóður og kvíær mjólka þar
betur en annarsstaðar. Frá öndverðum búskap á Gili voru þessi grös lífgrös
þess fólks sem þar bjó og æfinlega dró fram lífið á því sem sauðkindin gaf
af sér.
Rétt norðan við túnið á Gili rennur Gilsáin og því skorti þar aldrei vatn.
Hún steypist fram úr klettagili ógengu og stórleitu, sem klýfur fjallið sund-
ur. Á sumrin seytlar hún oft í grjóti og þá eru fossarnir svo léttir, að í norð-
anátt sýnist eins og einhver sé að veifa til manns hýjalíni, með öllum regn-
bogans litum. En í leysingum á vorin og í stórrigningum er eins og fossun-
um sé hent niður gilið af óstöðvandi krafti, og þá kasta flúðirnar grjóti
milli sín, og þá heyrist urghljóð eins og verið sé að bryðja klettana. Á vet-
urna þegar gilið er fullt af fönn og áin í klakaböndum, bregður þeirri birtu
í gilið að gyðja fegurðarinnar sést ganga þar berum fótum og hverfa inn í
sortann, um leið og hún leggur hönd á vanga tröllsins sem býr í gilinu, en
því trúði ég að tröllið væri verndarvættur sem aldrei brygðist og því féll
aldrei skriða á bæinn.
Oxnadalurinn er þröngur fram, fjöllin há og sundurskorin af dölum. Um
Vaskárdalinn sem stendur opinn á móti Gili er ratgengt í Eyjafjörðinn. Sel-
dalurinn er í framhaldi af Öxnadalnum, og í honum stóð gamli Bakkasels-
bærinn, vesturaf er svo Öxnadalsheiðin með Kaldbaksdal og Grjótárdal á
sýslumörkum Eyjafjarðar og Skagafjarðarsýslu. Um heiðina hefur þjóð-
brautin legið frá því land byggðist, og þegar komið var upp úr Öxnadalnum
á leið vesturum sjást merki snjóþyngsla á mýrum og móum, allt að Giljareit.
í Giljareit var snjólétt og í Skógarhlíð festi aldrei fönn. Það var oft á þess-
um harðindaárum furðuleg sjón að sjá af heiðarbrún Öxnadalsheiðar vest-
ur til Norðurárdals, þegar ekki sást á dökkan díl í Öxnadal, að lokið var
264