Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar
sögu Précis d'histoire de la Révolution
franQaise eftir marxíska sagnfræðinginn
Albert Soboul, sem út kom árið 1962 og
til er í norskri þýðingu í tveim bindum,
1969.
Byltingarsaga Mathiez er mikil sagn-
fræði. Höfundurinn stendur að sjálfsögðu
á gömlum merg. Þegar hann hóf að kanna
sögu byltingarinnar tók hann við miklum
arfi sögulegra rannsókna 19. aldar. Franska
byltingin hafði vart gengið sín fyrstu spor,
er menn tóku að skilgreina hana sögulega.
Sá er þar reið fyrstur á vaðið var Irinn
Edmund Burke, enskur stjórnmálamaður
og pólitískur rithöfundur, sem réðst
lieiftarlega á frönsku byltinguna í bók
sinni Reflections on the Revolution in
France, sem birtist þegar í nóvember 1790
og varð gunnfáni aðals og afturhalds um
alla Evrópu. Hann bannfærði afnám hinna
aðalbornu sérréttinda og hins stigbundna
stéttakerfis. Sjálfur var hann fulltrúi
Whiggaflokksins (síðar Frjálslynda flokks-
ins), er hafði logsoðið hagsmuni borgara-
stéttar og aðalborinna stórgósseigenda á
Englandi. Burke varð einna fyrstur manna
til að boða krossferð afturhaldsins í
Evrópu gegn frönsku byltingunni. Ári
eftir að Burke skrifaði bók sína fulla hat-
urs og heiftar, svaraði Englendingurinn
Thomas Paine honum í bók sinni Rights
of Man, varnarriti frönsku byltingarinnar.
Hann hafði tekið þátt í uppreisn nýlendna
Ameríku og gegndi mikilvægu embætti í
byltingarstjóm uppreisnarmannanna. Upp-
hafsorðin í riti því er hann samdi 1777,
The Crisis, á örlagastundu frelsisstríðsins
í Ameríku, geta ekki síður verið einkunn-
arorð frönsku byltingarinnar allt frá upp-
hafi til þess er hún rann skeið sitt á
enda: These are the times that try merís
souls - þetta eru tímamir sem reyna á
þolrifin í sálum manna. Hann mátti sann-
reyna þetta á sjálfum sér: fyrir bók sína
um Mannréttindin varð hann að flýja Eng-
land og leita skjóls á Frakklandi þar sem
honum var tekið með kostum og kynjum,
kosinn á þjóðþingið, en varpað í fangelsi
síðar og slapp fyrir tilviljun undan fallöx-
inni. Rit þeirra Burkes og Paines voru hin
fyrstu er sálgreindu frönsku byltinguna
sögulega, fyrsti ágreiningurinn í dómum
um hana. Allt fram á okkar daga hefur
hin mikla bylting skipt sagnfræðingum í
flokka, innbornum og erlendum. En svo
sem vænta má hafa sagnfræðilegar deilur
um byltinguna hvergi verið háðar af svo
logandi ástríðu og á Frakklandi. Og bylt-
ingin er síður en svo einkaviðfangsefni
þeirra er hafa sagnfræði að atvinnu. Beint
og óbeint hefur byltingin verið viðfangs-
efni allra stétta hins franska þjóðfélags,
enginn atburður hefur rist dýpra í sögu
þess. Frakkland nútímans er skilgetið af-
kvæmi byltingarinnar miklu: franskir borg-
arar, franskir bændur og franskir verka-
menn - allir geta þeir rakið ætt sína til
hennar, svo víðfaðma og einstök er hún
meðal byltinga sögunnar.
Elzta kynslóð borgaralegra sagnfræðinga
franskra, og má þar telja meðal hinna
frægustu Guizot, Mignet, Michelet og
Thiers, voru allir fæddir á byltingarárun-
um, fyrir aldamótin 1800 og stóðu í tím-
anum mjög nærri viðburðunum, sem þeir
áttu síðar eftir að færa í letur. Sumir þess-
ara sagnfræðinga voru starfandi stjóm-
málamenn, tveir þeirra jafnvel ráðherrar,
Guizot og Thiers. Þótt þessir sagnfræðingar
væru ekki samlitir í pólitískum skoðunum,
þá var það þeim öllum sameiginlegt, að
þeir greindu fyrstir réttilega sögulegt inn-
tak hinnar miklu byltingar: að hún væri
borgaraleg bylting, er hefði skipað borg-
arastéttinni við háborð þjóðfélagsins og
svipt hinar gömlu valdstéttir, aðal og
klerka sérréttindum sínum. Eftir langa
þróun hafði borgarastéttinni vaxið svo fisk-
310