Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar
arfornafn (ykkarr). Og á sama hátt
er fleirtala 2. persónu þér og eignar-
fornafnið yðvarr. Þetta eru sem sé
meginreglumar.
Hins vegar bregður því fyrir, að
fleirtölumyndir séu notaðar sem tví-
tala. Skulu tekin tvö dæmi, en athuga
ber, að ruglingur er milli vit og vér
í fyrra dæminu. í fyrra dæminu er
átt við Þorleik og Bolla Bollasonu:
„vilju vér til hefnda leita“, sagði
Bolli, „ok höfu vit brœðr nú þann
þroska, at menn munu mjök á
leita við okkr, ef vit hefjum eigi
handa.“ ísl. fomr. V, 180.
Hér er vér einu sinni notað í tví-
tölu, en vit tvisvar og okkr einu sinni.
í síðara dæminu segir Óláfr pá
við Bolla Þorleiksson:
„ef þetta semsk með yðr Ósvífri“.
ísl. fornr. V, 129.
2. Frumbréf forn. Athugun mín
nær yfir bréf útgefin af Stefáni Karls-
syni í Islandske orginaldiplomer frá
upphafi bréfanna 1280-1370, síðan
frá 1400-1410 og loks frá 1450
(nokkur hréf).
Niðurstaða mín er sú, að í öllum
þeim bréfum, sem ég hefi yfirfarið,
er vér alltaf réttilega notað sem fleir-
tala og vit réttilega sem tvítala. Sama
gildir um aukaföll orðanna og sam-
svarandi eignarfornöfn. Þess má
geta, að orðmyndirnar mid og mit
koma stöku sinnum í stað vit. í yfir-
förnum köflum hefi ég ekki rekizt á
þit né samsvarandi eignarfornafn.
Hins vegar kemur þér, yðr, yðvarr
nokkrum sinnum fyrir í fleirtölu-
merkingu. Til gamans má geta þess,
að orðmyndin vi er tvívegis notuð
sem fleirtala í bréfi útgefnu á Giske
á Sunnmæri 25. maí 1405, og sam-
svarandi eignarfornafn er vor, og
ver kemur einnig fyrir í bréfinu (sbr.
Original., bls. 160-161).
Noreen segir í málfræði sinni, að
ví komi fyrir í miðnorsku og sé ef til
vill sænsk máláhrif (svecisme).
Ef til vill segir þessi vitneskj a, sem
ég hefi safnað úr hréfunum, ekki
meira en það, að bréfastíllinn - eða
embættisstíllinn, ef menn vilja heldur
orða það svo — hafi að þessu leyti
verið fastmótaðri en sagnastíllinn. En
þess má geta, að doktorsefni hefir
dæmi úr bréfum frá 16. öld um víxl-
un á við og vér, bls. 24-25.
3. Fljótsdœla. Fljótsdælu hefi ég
athugað alla með hliðsjón af for-
nafnanotkun. Vil ég þó engan veginn
halda því fram, að mér hafi ekki sézt
yfir eitthvað. En niðurstöður mínar
eru þessar:
1. Til þess að tákna fleirtölumerk-
ingu eru notuð fomöfnin vér, vár,
þér, yð(v)ar.
2. Við, okkar, þið, ykkar eru alltaf
tvítala. Þessi orð eru mjög tíð í sög-
unni, því að meginpersónur hennar
eru samrýndir bræður. Höfundur sög-
unnar eða afritari og sennilega báð-
300