Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 35
Mannleg þrenning
JÓN: Neei . . . Drepa mig? Sagðirðu það?
björn: Já, ég sagði það! - Þú ættir að tala við hann Stefán. Hann er besti
eyrnalæknirinn á landinu. Hann hreinsaði mig. Og síðan heyri ég allt.
Meiraðsegja það sem ég vil alls ekki heyra.
jón: Fyrir . . . fyrir hvað ætlaðirðu eiginlega að drepa mig? Ég hafði
ekkert gert þér.
björn: Hvað er þetta maður! Skilurðu ekki neitt? Nú, þú varst giftur
henni. Og hún neitaði að skilja við þig. Var það ekki nóg?
JÓn: En maður fremur ekki morð . . .
björn: Nei. Enda gerði ég það aldrei. Þú situr hérna sprelllifandi, eða
hvað?
JÓN: Þér hefði verið stungið inn . . .
Björn: Nei, heyrðu mig nú! Heldurðu að ég hafi hætt við það af því ég
var hræddur við tukthúsið? Skelfilegt flón geturðu verið! ESa hefurðu
ekki skilið hvaða hug ég bar til hennar Guðnýjar? Nei, ég skal bara segja
þér það Jón minn: ég hefði setið inni í þrjátíu ár, ef ég hefði haft von
um að fá hana þegar ég kæmi út. Fjörutíu ár! - án þess að blikna. Ég
hætti við það af því ég vissi að hún mundi aldrei tala við mig uppfrá
því. Það var allt og sumt.
JÓN: Þú hefur þá borið þetta undir hana?
BJÖRN: Já, vitanlega. - Þú hefur kannski aldrei uppgötvaö það þó þú hafir
húið með henni í 48 ár, en það var hægt að tala opinskátt við hana
Guðnýju skal ég segja þér. Hún hló ekki að manni eða dró sig í skel,
orðlaus og hneyksluð. Nei, hún skildi mann hún Guðný. A. m. k. skildi
hún mig. Ég veit ekki um aÖra.
JÓn: Og ætlarðu að segja mér að hún hafi skilið að þig langaði til að . . .
til að . . .
BJÖrn: Já, svo sannarlega skildi hún það! Einsog hún hafi ekki fundiÖ
hvað ég var vitlaus í hana. Ég er nú samt ekki að segja að henni hafi
fundist það sjálfsagt. Það var nú einmitt þar sem hnífurinn stóð í kúnni.
(Hlœr.)
JÓn: Jahérna.
BJÖRn: Þú hefur nú veriÖ ágætis náungi þrátt fyrir allt.
JÓN: Þrátt fyrir allt hvað?
björn: Þrátt fyrir það að hún Guðný fyndi ekki mikiö púður í þér.
JÓn: (hlœr vandrœðalega): Það nægði henni samt í 48 ár, púðrið í mér.
Björn: Nægði henni? Nei, það var nú einmitt það sem það gerði ekki.
16 TMM
241