Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar
En margt fer öðruvísi en ætlað er. Segir Matthías svo frá sjálfur nærri
ævilokum:
„Um dvöl mína í Reykjavík frá 1874-81 vil ég fátt segja, því að aðalstarf
mitt, ritstjórnin, þótti ekki eiga við tíma og tízku, svo að blað mitt fékk
lítið fylgi og flokkstjóri var ég engi; fylgdi ég að vísu með fullri sann-
færingu sáttastefnunni og kaus því helzt að reyna að glæða siðmenningar-
og samhygðarmál. . . .‘ll
Því mætti bæta við, að í blaðadeilum reyndist enginn Matthíasi þyngri
í skauti en dr. Grímur Thomsen, skáldið og bóndinn á Bessastöðum, en
hann stýrði ísafold um skeið, meðan Björn Jónsson dvaldist í Kaupmanna-
höfn og spreytti sig á laganámi.
Fyrr en varði kom þar, að naumar tekjur, vaxandi ómegð og vonbrigði
með ritstjórnina knúðu Matthías til þess að svipast í alvöru eftir lífvænlegri
og öruggari atvinnuvegi. Um þetta segir hann svo í Söguköflum:2
„Ég prédikaði við og við í dómkirkjunni. Vantaði ekki, að biskupinn,
er ávallt var mér mikill velvildarmaður, hyði mér prestaköll, er losnuðu.
Pétur biskup var, eins og kunnugt er, hinn ágætasti maður og forvitri, eins
og þeir Ari og Snorri mundu sagt hafa. Sagði ég honum hreinskilnislega
frá þeim skoðunum mínum, sem komu í bága við rétttrúnaðarkenningar; en
ekki tók hann mjög hart á þeim, enda var hann umburðarlyndur maður og
furðu „breiður“ og frjáls í trúarefnum á sínum tíma. En lengi hikaði ég,
þótt ég betur og betur þættist sjá og skilja, að sannur kristindómur eða trú
er í öðru fólgin en fastskorðuðun trúarsetningum.
Árið 1879 losnaði hæði Hólmar í Reyðarfirði og Oddi á Rangárvöllum.
Lét ég þá tilleiðast að sækja um annaðhvort þeirra brauða; flutti fom-
vinur minn, Tryggvi Gunnarsson, umsóknina til Nellemanns, er þá var
íslandsráðherra. Hann hafði sagt í spaugi, að bezt mundi vera að „leggja
skáldið í dún“ og gefa mér Hólmana. Var mér þó gefinn kostur á að
velja um, og kaus ég Oddann heldur; bæði þótti mér það brauð nær, enda
kaus kona mín það heldur. Vinur minn, Hjaltalín landlæknir, bar mér fyrstur
þau tíðindi, og margir töldu veitinguna hina mestu fremd.“
Um áminnzta vináttu þeirra sr. Matthíasar og Tryggva Gunnarssonar er
það að segja, að þeir voru jafnaldrar, en fæddir sinn í hvorum landshluta:
Matthías í Skógum í Reykhólasveit, Tryggvi í Laufási við Eyjafjörð. En í
skóla urðu þeir alúðarvinir, Matthías og Gunnar bróðir Tryggva. Sr. Gunnar
1 Matthías Jochumsson: Sögukaflar af sjálfum mér. - Akureyri 1922. Bls. 273.
2 Bls. 297.
276