Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 21
Guðbergur Bergsson
Mannsmynd úr bibiíunni
„Snjór féll. Alls staðar var hvít auðn. Við höfðum verið að drekka: drekka-
drekka-drekka. Við vorum orðin lúin. Svo kom kvöldið og síðan nóttin og
við sofnuðum loksins.“
Einhverra hluta vegna æxlast þetta þannig: Þegar ég er á ferðinni, heim-
sæki ég kunningja mina. Núorðið er ég sjaldan á ferðinni, og af þeim sök-
um er drykkjulíf mitt miklu minna; drekkið kóka kóla. Og þess vegna hitti
ég kunningja mína sjaldnar, nema þegar þeir eru á rás um heilann í mér.
Ég hef aldrei talið vinnufélaga mína til kunningja, þeir eru aðeins vinnu-
félagar, og kunningjar eru önnur tegund manna. Ég æski ekki félagsskapar
kunningja. Viðhorf mín falla ekki um þeirra farveg, en hann er sá, að utan
vínsins sé ekkert líf. Ég er enginn heimspekingur, haldinn díonisisku æði,
heldur þvældist ég inn í hópinn, með sama hætti og ég þvældist inn í þetta
líf, af einskærri tilviljun, á afmælisdaginn minn í júlí, inn í líf, sem ég hvorki
veld né skil, eða get haft hemil á sjálfur. Lífið er mér ofviða. Og það er
sagt, og rétt, að mannsins mesta böl sé það, að hann fæddist. Maður þvælist
um, einhvern veginn, eftir vegleysum hinnar troðnu og margtroðnu tilveru,
og rekst þar á hina og þessa menn, góða eða illa, sparsama eða reglusama,
og grísar á að segja já eða nei, sem fer ekki eftir neinum sérstökum reglum.
Síðan tórir maðurinn þangað til hann deyr, sparkar úr löpp, geispar gol-
unni, án þess hann verði nokkru bættari eða var við minnstu breytingu á
sér á eftir. Allt er þannig: dauði innan dauðans. En ég blessa foreldra mína
fyrir erfiðið, sem þeir lögðu á sig í blóma æsku sinnar og fátæktar, þegar
þeir nenntu að eiga mig. Núna vita þeir, að ég er þeim þakklátur.
Engu að síður hitti ég kunningjana, og engum manni er það viðkomandi,
nema kannski sjálfum mér. Allir, sem lifa, komast ekki undan því að eignast
vináttu einhvers, sem lifir og gengur tvífætt eða fjórfætt. Hver getur lifað
vinalausu lífi? Eiga líkin vináttu einhvers? Nei; heldur kannski hug ein-
hvers. Á guð almáttugur einhverja vini? Nei. Hann er vinalaus. Annars
held ég aldrei fram neinni sérstakri skoðun. Ég ulla á sérstakar skoðanir
227