Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 43
Dagur Þegar mig langaði til að verða ríkur Jóhannes Manong var negri af Súlú-kyni, afkomandi stoltra stríðsmanna sem voru murkaðir niður. Ættstór var hann, og afi hans hafði smakkað manna- kj öt. Hann kaus frelsið og kom híngað útlagi frá Suður-Afríku en hröklaðist héðan eftir að kynhreinir hugsjónamenn frá fasistaútibúi Heimdallar brenndu eldkross gerðan eftir kúklúxklanformúlu fyrir utan gluggann hans á Graði. Hann fór þá til Svíþjóðar að stúdera tannlækningar, í von um að komast einhverntíma heim og draga harmkvæli úr þjóðarkjaftinum. Ekki veit ég hvar hann er niðurkominn nú. Hann var snaggaralegur gæi með bein í nefinu, skemmtilegur drykkju- nautur. Hann er sögumaður minn: Þegar ég var ungur maður með garnagaul í Jóhannesarborg, langaði mig til að verða ríkur. Ég bar þessa flugu undir móður mína. Henni fannst það hreint ekki svo galið. Ég var með stelpu. Hún varð frásérnumin og notaði uppfráþví hvert tækifæri til að ýta undir ætlun mína. Eftir það var ég sofandi og vakinn að brjóta heilann um hvernig ég gæti efnast. Ég spurði alla sem ég hitti. Loks frétti ég að djúpt inni í frumskóginum byggi töframaður af ættbálki Pygmea sem gæti gert mig ríkan. Ég stakk á mig tannbursta og kyssti mömmu og kærustuna bless. Ég tók lestina eins langt og hún gekk og rölti síðan 30 kílómetra eftir því sem mér hafði verið til vísað. Kom ég þar að kveldi sem strákofi stóð í rjóðri á fljótsbakka. Aldintré uxu í hálfhring um kofann. Furðusmá börn léku sér í hlaðinu, fátækleg en þrifaleg. Þau gláptu á mig stórum feimnum glyrnum, blessuð krílin. Ég spurði eftir húsbóndanum. Kom hann brátt til dyra og benti mér að koma innfyrir. Þar voru fleiri börn, kona og unglingsstúlka, öll jafn pínulítil. Miðað við þau var bóndi heljarmenni. Hann tók mér næstum í geirvörtur. 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.