Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar
og hvernig það fæddi af sér styrjaldir með öllum sínum hörmungum.
Heimsstyrj öldin fyrri og byltingin í Rússlandi næstum neyddi mann til þess
að fara að kynna sér marxismann, og þar fann ég lausn á mörgum vanda-
málum og skýringu á mörgu, sem ég skildi ekki áður, en fyrst og fremst
lærði maður að hugsa um þjóðfélagsmál og glíma við vandamálin á nýja
vísu. Eftir það var óhugsandi að maður yrði Framsóknarmaður eða krati á
þeirrar tíðar vísu og íhaldsmaður hefði ég aldrei getað orðið.
Hve mikið var samband yðar við Moskvu fyrsta áratug Kommúnista-
flokksins?
Það var ekki mikið. Ég var á 7. þingi Komintern í Moskvu 1935 ásamt
Einari Olgeirssyni. Það var þingið, þar sem Dimitroff hélt sína frægu ræðu
um samfylkingu gegn fasismanum.
Voru einhver söguleg mistök völd að því, að kommúnistar náðu ekki
betur að skjóta rótum fyrsta áratuginn?
Kommúnistar náðu einmitt að skjóta talsvert föstum rótum á fyrsta ára-
tugnum, sem flokkurinn starfaði hér á landi. Allt frá stofnun hans var
flokkurinn í stöðugri sókn, bæði í almennum kosningum og í verkalýðs-
hreyfingunni. A tveimur fyrstu árunum hækkaði til dæmis atkvæðamagn
hans í almennum kosningum úr þremur hundraðshlutum, í 7,5% greiddra
atkvæða. Hitt er svo annað mál, að við hefðum getað unnið enn meira á,
ef við hefðum kunnað betur til verka.
Voru hreinsanirnar í Moskvu söguleg nauðsyn eða grimmdarverk hrotta?
Þetta var nú ekki eins einfalt mál og ráða mætti af þessari spurningu.
Ef ég segði annaðhvort já eða nei við því fyrra eða þá hinu síðarnefnda,
þá væri það ákaflega yfirborðslegt svar.
Hvað er söguleg nauðsyn? Orðið getur haft margar merkingar og það má
teygja það á ýmsa vegu. Söguleg nauðsyn getur þýtt lífsnauðsyn, það sem
ekki verður undan vikizt til þess að einhver málstaður geti sigrað. Á þess-
um árum var barizt upp á líf og dauða í Sovétríkjunum og það fór fram
undirbúningur undir stríð við erlent ofurvald, þar sem um líf og dauða var
að tefla. Það er augljóst, að á slíkum tímum, þar sem aðeins er um það spurt
að lifa af, er andstæðingunum ekki sýnd nein miskunn. Og hér var vissu-
lega meira í húfi en líf Sovétríkjanna einna saman, heldur sigur eða ósigur
fasismans í allri Evrópu og líf sósíalismans í heiminum um langan aldur.
212