Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 97
Andmœtarœð a
sónu. Ég fullyrði ekki, en mér virðist
sennilegri skýring, að notkun tvítölu-
forms í fleirtölumerkingu sé norsk
áhrif fremur en „villur“. Þó að ef til
vill verði ekki fengin dæmi af bók-
um, kann þessi þróun í norsku að
vera eldri en heimildir sýna, enda er
bókmál alltaf fastheldnara en talmál.
Doktorsefni telur, að notkun hefð-
arfleirtölu, sbr. bls. 16, sé venjulega
talin runnin frá plurale sociativo, þ.
e. frá því fyrirbæri, að menn hafi not-
að fleirtölu til að tákna sjálfan sig
ásamt fylgdarliði. Þetta er í sjálfu
sér trúleg skýring. En ég vil skjóta
því inn, hvort þessi notkun á Norður-
löndum sé ekki komin til fyrir áhrif
sunnan úr Evrópu. Að vísu ræðir
doktorsefni lítillega um áhrif sax-
neskrar kurteisi á Norðmenn, sbr.
t. d. bls. 39, en þar er um að ræða
miklu yngra tímabil en elztu drótt-
kvæði eru talin frá. Doktorsefni ræðir
þetta vandamál einnig á bls. 60, en
þar virðist hann fremur fráhverfur
því, að erlend áhrif séu hér á ferð-
inni, þar sem hann segir: „Það er
ekki nauðsynlegt að telja þessa notk-
un eiga rætur að rekja til erlendra
áhrifa“. Síðan bendir hann á, að
sams konar notkun komi fyrir í sans-
krít og forngrísku. Þó telur hann, að
höfundarfleirtala sé einkum runninn
frá latneskum fyrirmyndum. Ég tel
doktorsefni ekki hafa leyst að fullu
þann vanda, hvernig fleirtala í ein-
tölumerkingu er til komin á Norður-
löndum, enda hygg ég, að það mál
verði seint á enda kljáð.
Enn erfiðara viðfangsefni er þó
notkun fleirtölu í tvítölumerkingu.
Samkvæmt töflu efst á bls. 54 byrjar
doktorsefni á að skipta talnakerfi
fornafna í tvennt: „einn“ (eintala)
og „fleiri en einn“, sem skiptist í
„tveir“ (tvítala) og „tveir eða fleiri“
(fleirtala). Samkvæmt þessu kerfi
væri hægt að nota fleirtöluform
bæði í tvítölumerkingu og fleirtölu-
merkingu. Doktorsefni bendir á, að
þetta kerfi hafi verið sett upp fyrir
frumindógermönsku, en sumir fræði-
menn hafi andmælt þessari kenningu.
Ef þessi kenning er hins vegar rétt,
er ekkert undarlegt við framan
greinda víxlun á tvítölu og fleirtölu
í fornmáli, þ. e. að nota fleirtölu í
tvítölumerkingu. Víxlunin væri að-
eins gamlar leifar. Höfundur virðist
þó ekki hallast að þessari skoðun og
segir á bls. 55: „Það virðist eðlilegt
(reasonable), að hefðarnotkunin
liggi hér til grundvallar, en vera
kann, að hún hafi náð tökum í bók-
legum stíl, einkum hátíðlegum stíl
(high style)“. Samkvæmt þessu væri
um nýsköpun í máli að ræða. Það er
erfitt að fullyrða nokkuð um þetta
efni. Eins og áður er tekið fram, er
hér munur á vitnisburði fornbréfa frá
14. og 15. öld og fornsagna. Og fyrst
þyrfti að skýra, hvernig á þeim mun
stæði, áður en endanlegur dómur
er kveðinn upp í þessu máli. Það
303