Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar
faldur, að hæðni hins vantrúaða Orestesar verður einber lágkúra. Þrátt
fyrir góða leikendur er atriðið misheppnað, allt vegna misskilnings á lög-
málum leikhússins. Sviðið er ætíð mannlegar sálir! Allt lýtur lögmálum
þeirra. - Eitt af þessum lögmálum er mótvægið. Þegar ég sé fangelsi, verð
ég einkar næmur fyrir orðum sem túlka frjálst og fagurt landslag. Og að
sjá Kalýpsó, sem vill halda mér í helli sínum, gerir mig veikan fyrir orðum
sem lýsa hafi og fjarlægum ströndum. ímyndunin og þrá mín verða eitt.
Eða þegar ég sé fyrir mér glaðværð og gáskafulla veizlu, þá verður skír-
skotun til dauðans sérlega áhrifamikil. Imyndunin bergmálar ótta minn.
Hin leikrænu tengsl - andstæðan milli skynjunar og hugarflugs, verða þá
fyrst verulega sterk og frjó, þegar þau koma heim við þarfir mannlegrar
sálar, til dæmis þegar þau eru fólgin í mótvægi.
11) Ekkert verk er leikrænt frá upphafi til enda. Það er ekki einu sinni mik-
ilvægast fyrir dramatískan kraft þess, hversu oft því leikræna bregður fyrir.
Það sem sker úr um gildi verks er það, hvort risin eða lægðirnar eru leik-
ræn eða ekki. Þegar það síðara á sér stað; þegar hinn leikræni þungi lendir
á aukaatriðunum eða því sérvizkulega, þá hlýtur sérhver uppfærsla að verða
afskræming og röskun réttra áherzlupunkta. „Leikhúsið,“ segir þá höfund-
urinn, „hefur gert lágkúru úr verkinu.“ Auðvitað er um lágkúru að ræða;
en það er ekki sök leikhússins þegar slík affágun á sér stað, að allt er af-
bakað og skrumskælt, hver neisti skáldskapar kæfður. Það er ekki sök leik-
hússins að skáldið kann ekki að nota það. Sá sem gengur á sviðið og notar
það ekki, fær það upp á móti sér. Það er til h'tils að yrkja fyrir svið, ef það
fær ekki að vera með í leiknum.
Ingólfur Pálmason þýddi.
274
X