Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 55
Úr œviminningum hrikaleg gljúfur þar til hún fellur í Öxnadalsána. Tj aldhólarnir eru þurrir og þokkalegir og yfir þeim hvílir forn helgi. Sögur herma að á þessum hólum hafi Hólabiskup tjaldað og gist þar á yfirreið, og í þakkarskyni dreift nokkr- um dropum af vígðu vatni á hólana. Ég stóð þarna í dalsmynninu um stund til að líta enn í kringum mig, áður en ég yfirgæfi heiðina, og þá sá ég hvar graðhestur er að gamna sér við mertrippi á Tjaldhólunum, nú varð ég allur að augum og athygli og sé mér til mikillar gleði að þarna er sá rauðstjörnótti að verki, það var ekki um að villast. Ég hljóp á stað og óð yfir Kaldbaksána án viðnáms og án þess að fara úr sokkum eða skóm og ekki skeytti ég um að sneiða hjá keldum með mýrarauða eða kyrrstæðum lænum með járnbrá, sem vaka þarna í flóanum, svo var ég allshugar feginn að finna þann sem ég leitaði að, og ekki linnti ég sprettinum fyrr en á Tjaldhólunum. Stjarni hafði í kring um sig heilan hóp af folaldshryssum og trippum. Hann stóð á einum hólnum, háreistur og frjáls í fasi og horfði hvössum, aðgætnum augum yfir þær lendur og ríki sem hann þóttist borinn til, það var mikil reisn yfir þessum fjögra vetra fola, og hryssurnar sem þarna voru á dreifðri beit, gáfu honum auga eins og hann einn væri athygli verður, eins og hann væri herra yfir því stóði sem sló til faxi á þessum slóðum. Ég gekk til Stjarna, sem venjulega var þúfu- gæfur, bar mig vinalega til og hélt snærisspottanum fyrir aftan bak, en nú vildi þessi heimaaldi hestur ekki vera gæfur lengur, hann setti undir sig haus- inn, varð dálítið yggldur á svip og reyndist röltstyggur. Ekki lét ég á mig fá hans óvenjulegu framkomu, en labbaði lengi í skugganum og gat að lok- um náð föstu taki á taglinu. Stjarni tók dálítinn sprett og reyndi að losa sig við þennan taglhnýting, en hikaði við keldu og þá greip ég tækifærið, sleppti taki á taglinu og henti mér á hálsinn á graðhestinum og náði taki á faxinu, hann snerist nokkra hringi en ég kom handleggnum yfir makkann og þar með var björninn unninn, þá hnýtti ég upp í hann snærinu og gætti þess að vera undir tungunni. Stjarni var góður í taumi og eins þó hann væri ófús að yfirgefa stóðið, en svo hafði hann kynnt sig vel hjá þessum ótömdu hryssum að þær fylgdu honum fast eftir, með taglaslætti og gusugangi, og svo var harður þeirra at- gangur að ég þóttist góðu bættur þegar ég slapp gegnum hliðið á heiðargirð- ingunni og hafði lokað á eftir mér. Yið Stjarni gengum í hægðum okkar undan brekkunni, þar sem allir lækir taka stefnu ofan í Öxnadalinn, hann var að vísu ögn fýldur á svipinn, en lét mig þó leiða sig á snærisspotta og sýndi nú engan mótþróa. 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.