Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 117
Listin að koma á varnarsamningum
I febrúar 1947 lét varnarmálanefnd Ameríkuríkjanna, er dvaldi í góSu yfirlæti f Was-
hington og var skipuð herforingjum er höfðu látið heillast af hinum nýju heimkynnum
sínum, í ljós álit sitt og hvatti til þess að komið yrði á fót varanlegum hernaðarsam-
tökum.
Nokkrum mánuðum áður hafði sendiherra Bandaríkjanna í Buenos Aires, George
Messersmith, haldið ræðu í Hotel Plaza og lagt til, af dæmafárri ósvífni, að fullveldi
hinna tuttugu lýðvelda og eins hetur (sardínanna og hákarlsins) yrði aðeins eitt: Full-
veldi Vesturálfu, óklofið og algjört, „enda eina ráðið til að varðveita friðinn".
Efni hinna glæsilegu tillagna var þetta: 1) sameiginleg herstjórn allra Ameríkulýð-
veldanna, en vel að merkja yrðu herforingjarnir ekki frá Kúbu eða Guatelmala! 2)
Samræming laga og skipulagningar hermálanna, en vel að merkja yrðu frumdrögin að
lögunum og skipulagsbreytingunum ekki á spænsku; 3) sameiginlegur herbúnaður og
hergagnakaup, en vel að merkja yrðu hergögnin ekki keypt í Frakklandi eða Englandi;
4) skilyrðislaust framsal alls landsvæðis lýðveldanna (ó, Nicaragua, glæsta fyrirmynd!)
svo að sérfræðingar hinnar sameiginlegu herstjórnar gætu valið heppilega staði fyrir
herbækistöðvar og flugvelli, en vel að merkja yrðu sérfræðingamir hvorki frá Uruguay
né Haíti; 5) æft skyldi nægilega fjölmennt varalið til að unnt yrði að senda það fyrir-
varalaust og án nokkurrar rekistefnu til þeirra staða sem sameiginlega herstjórnin teldi
nauðsynlegt að verja, en vel að merkja átti slíkur herafli ekki að verja landsvæði Arg-
entínu og Chile á Suðurskautinu fyrir innrás Englendinga.
Loks skyldu allar hafnir opnaðar, allar hernaðarlega mikilvægar borgir, járnbrautir
og vegir látin af hendi við hina sameiginlegu herstjóm til frjálsra afnota; það er óþarfi
að taka það fram, að jafnskjótt og þessar tillögur kæmu til framkvæmda gátu bandarískir
sérfræðingar haft vakandi gætur á hernaðarlega mikilvægum stöðum bæði dag og nótt.
Hvaðanæva úr álfunni barst sama öskrið - öskur heimsvaldasinnaðra blaða, metorða-
gjarnra stjórnmálatrúða og mynduglegra erindreka stórveldisins - um að styrjöldin
myndi hefjast í ágúst 1947. Enn lét einn af forsetunum í Suður-Ameríku hafa sig til að
taka undir stríðssönginn. Ráðstefnuna virtist eiga að halda í nóvember 1947. En öll him-
inteikn voru svo ískyggileg og drunurnar frá hersveitum Rússa orðnar svo nálægar, að
ráðstefnan var nú í fyrsta sinn haldin fyrr en áætlað liafði verið; hún var haldin í ágúst.
Meistaraleg leiksviðsbrella! Stríðið, stríðið!
Það varð því úr, að við fórum til Rio de Janeiro og komum okkur fyrir í Petropolis.
Skjölin voru öll tilbúin, samin fyrirfram og af slíkri fyrirhyggju - einnig í fyrsta sinn í
sögn Pan-American-ismans - að þess var jafnvel getið í samningnum, að hann væri sam-
inn „í nafni þjóðarinnar". Þar hafði Bandaríkjastjórn tekið sjálfri sér fram, því hingað
323