Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar
heitir Selfjall og hefur það fjall fært sig eins langt og það komst til norðurs
til að njóta sem bezt sólarinnar og er því gróið lyngi og laufgresi hátt upp
í hlíðar. Nú sá ég nokkur hross í rótum Selfjalls, þar sem eitt sinn var
kothær sem Þverá hét, svo ég gekk upp með ánni að vestan og er það drjúg-
ur spölur. Þegar ég kom á bæjartóttirnar, sem eru löngu grasi grónar,
blasti við mér lágheiðin og Selfjallið, en hvergi sá ég Stjarna.
Það er sumarfagurt á Þverártóttum og á þessum sólbjarta sumardegi var
kyrrðin svo algjör að niður lækjanna í Selfjalli sameinaðist söngvum
smáfugla og lághljómum gróðursins, sem var í örum vexti. Ég hallaði mér
upp að þúfu, þar sem áður var baðstofa og naut þess að vera til og eiga að
óskiftu þá náttúrufegurð sem fyrir augun bar. Og af því tíminn sem var
í kringum mig, fór sér að engu óðslega, þá orti ég í huganum kvæði um
kotið á Heiðinni og um fólkið sem þar bjó.
Síðan stóð ég upp af tóttarbrotinu með hugann fullan af kvæðinu og
silaðist vestur kargaþýft túnið. Nokkrar lambær stukku undan túngarð-
inum, þær hlupu smásprett, en stönzuðu svo og stöppuðu til mín fæti og
hættu við meiriháttar hlaup, þegar þær sáu að þetta var bara hundlaus
strákur að labba sér til gamans. En þarna var ein sem ekki hljóp, hún dró
með sér hildirnar og jarmaði aumkunarlega, ég flýtti mér í áttina til hennar
að vita hverju sætti og þarna var lambið hennar nýborið og hafði oltið
ofan í skorning. Ég tók lambið upp úr jarðfallinu og lét það í bælið sitt
á bakkanum, síðan settist ég í laut og hélt áfram að yrkja kvæðið, meðan
ærin karaði lambið og kom því á spena. En á næsta leiti sat krummi heiðar-
innar og beið líka, hann brýndi gogginn og fylgdist vel með því sem fram
fór, og alveg varð hann kolsvartur af reiði þegar hann sá að lambið var
komið á kreik. Ég gaf mér tíma til að fylla skorninginn með rofi úr næsta
barði, en að því loknu var ég í svo léttu skapi að ég söng hástöfum þar
sem ég labbaði eftir veginum meðfram Heiðaránni.
Þegar kemur af lágheiðinni liggur vegurinn framan í bröttum skriðum
og heitir það Klif og er þröskuldur á heiðinni, þar fyrir neðan fellur
áin inn í gljúfragil, hátt og hrikalegt og fer úr því stytztu leið til að sam-
einast Krókánni. Ég stanzaði þarna á háheiðinni til að horfa enn til hrossa
og þá sá ég að öll norðurheiðin frá Klifi að austurbrún hefur verið stöðu-
vatn áður en gilið varð til, löngu, löngu fyrir minni þeirra manna sem
fyrstir byggðu landið, og þá var aðeins ein eyja í vatninu þar sem Tjald-
hólar eru.
Þegar kemur upp á Klifið er þar djúpt og víðáttumikið klettagil sem
254