Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar Eitthvað fleira stóð þarna, sem ég hef gleymt. Hvað flýðum við? Her- numin og drukkin og rík og þjóðernissinnuð og við sungum hástöfum á ensku. Ég vil ekki hneyksla hrekklausar sálir yðar. Öll mjög drukkin í lok Marshallánsins. „Hér getur ekkert komið fyrir. Ó, guð, ég á svo gott. Ég á allt af öllu. Ég er svo heppin með manninn minn, svo lukkuleg með börnin.“ Þannig sungum við ekki, en við heyrðum þennan söng allt í kringum okkur út um opna glugga bæjarins, sem var ekki enn þá orðinn að borg. Ljósapera í lofti. Glúpandi bréfi hafði verið brugðið utan um hana í stað hjálms. Öll mjög drukkin. Og sálin krumpuð. Drekkið Kóka Kóla! Það skal vera tvítekið, vegna þess að mér sást yfir að skrifa þau verndarorð á eftir „mjög drukkin“, samanber: ekk‘a reykja, ekki reykja, þig langar ekkert í reyk, þegar þig dauðlangar í smoke og sígarettu, og þú ert að venja þig af tóbaki, sem þú berst gegn allt þitt líf. Skyndilega byrjaði Svanur að lesa sögu eftir sig. Þá lágu tveir andvana á gólfinu í hrúgu úlpunnar, án þess að vita í þennan heim né annan. Við hin dottuðum með þurr síberísk augu og kunnum varla að depla augnalok- unum. En ég spurði: Er þetta nýtt fiff, Anna? (Ég breyti nafni stúlkunnar í nafn móður minnar - eins og ég hafi verið á fylliríi enn á ný með móður minni! - þannig að félagana gruni okkur ekki um margföldun, fyrr en við segjum algerlega skilið við hópinn. Við sátum troðin upp í horn hjá glugg- anum í berjapressu. (í þannig herbergjum er höfðalag dívansins alltaf undir glugganum, svo að hægt sé að hleypa limburmönnunum út um hann opinn á nóttinni, en golan streymir inn til að vekja mann í skólann, til vinnunnar, eða til lífsins að morgni. Og lífið blasir við, sem puð eftir peningum í flösku á laugardögum). Við svo gott sem sváfum og vorum með hálfnáttúrulaust fálm, rammíslenzk, drukkin og róttæk. Þá gerðist það, skyndilega og óvænt, eins og allt í mínu lífi. Við sátum storknuð, nema á þeim stað, þar sem hjartað slær, þar sem löngunin býr í okkur. Hún færði sig örlítið. Húsráðandinn sat á stólnum, líkt og hann svæfi, með blöðin í höndunum og hugur hans ók burt „í gljáandi regnúða“ sögunnar, sem Svanur hafði nýlesið yfir okkur. En hann svaf ekki. Hann lyfti höfði og skimaði í kringum sig, leit á okkur, eins og ljón á sofandi dýr við ána Jórdan, reis gætilega á fætur í hálfrökkrinu og rak öðrum þeirra, sem svaf með grútarlegt andlit á gólfinu, hnefahögg. Með ósofnum augum sá ég blóðið vella úr vitunum. Ég fann réttlætið gera vart við sig í vöðvun- um og streyma hring í kring um höfuðið, en Anna greip fast um mig, skrúfaði sig að mér og reyndi að hreinsa innan á mér munninn með tung- 232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.