Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
í sandinn, ég sé þurra og svarta jurt, ekkert nema stein og rót,
eyjarnar nagaðar af vatni og himni,
Hungurfljót, Oskuhjarta,
Garður Sorgarhafsins, og þama hlístrar
einmana höggormur, og hinn síðasti særði refur
grefur fylgsni fyrir blóðugan fjársjóð sinn,
ég mæti stórviðrinu og sundrandi rödd þess,
rödd þess upp úr gamalli bók, hundraðfaldar varir þess
herma mér fregn sem loftið gleypir dag eftir dag.
Landkönnuðirnir koma í Ijós og enginn þeirra kemst af
Vatnið man allt sem bar fyrir skipið.
Hin harða útlenda jörð geymir hauskúpur þeirra,
sem hljóma eins og lúðrar í hinni suðlægu skelfingu
og augu manna og uxa ljá deginum tóm sitt,
hring sinn, dyn vægðarlauss kjölfars.,
Aldinn himinn leitar að seglinu,
enginn
kemst af: brotið skipið
lifir ásamt ösku hins bitra sjómanns,
gullstaðanna, leðurhúsanna,
pestarkornsins, og
af köldum logum sjóferðanna
(hvílíkur skarkali í nóttinni [skip og klettur] við botninn)
er ekkert eftir utan brunnið og líklaust svið,
endalaus ótíð, naumast rofin
af svartri ögn
útdauðs elds.
Auðnin ríkir ein
Svæði sem hægt og hægt eyðist af nótt, vatni, frosti,
víðátta herjuð af tímanum og frestinum,
með fjólubláu merki sínu, með bláum lokaþætti
ótamins regnbogans,
fætur lands míns sökkva í skugga þinn
og sundurmarin rósin engist og hljóðar.
224