Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 114
Tímarit Máls og menningar
sem nú lesum, af því hvernig höfuðstaður-
inn kom sveitamanni úr fásinni fyrir
augu fyrir heilli öld.
Eftir að Friðrik Guðmundsson hafði
gengið fram fyrir skjöldu í félags- og versl-
unarmálabaráttu Norður-Þingeyinga og
haft forgöngu um kaupfélag í héraði, en
beðið lægra Idut, tekur hann sig upp blá-
fátækur, 44 ára gamall árið 1905, og hverf-
ur til Vesturheims. Upphaflega hugðist
hann, eins og sennilega svo rnargir á þeim
árum, aðeins dveljast þar nokkur ár,
rétta úr kútnum en halda síðan heim, og í
liugskoti sínu glingraði hann við þann
draum að taka aftur virkan þátt í félags-
og þjóðmálum hér heima og stefna að
þingmennsku. En um hann fór sem fleiri,
hann átti ekki afturkvæmt nema stutta
ferð. Með vesturför hans verða eðlileg skil
í ævisögunni, og ekki er lýsing hans á ferð-
um og aðkomu þar vestra síður merkileg
en ýmsar frásagnir hans af íslensku þjóð-
lífi á ættjörðinni.
Það var engin tilviljun að vestra mætti
Friðrik allmörgum kunningjum og skyld-
menni, enda munu vesturferðir hafa orðið
einna niestar af Islandi einmitt frá norð-
austurhorni landsins. Kanada gengur fram
af síðum bókarinnar sem land hinna miklu
tækifæra, harðrar baráttu, mikillar áhættu
og ríkulegra launa þegar því var að skipta.
Það var um það að ræða að duga af sjálf-
um sér eða drepast ella. Friðrik sigraði
hverja raun, þótt hann seildist ekki eftir
auðlegð, og eftir skamma dvöl í þéttbýli
flytst hann út í auðnina og reisir sér bú. Þar
er íslendingurinn aftur orðinn landnáms-
maður, með öllu sem við á, enda þótt breyt-
ingarnar gengju öllu hraðar yfir en verið
hafði þúsund ára fyrr hér heima. Innan
skamms er hann orðinn forystumaður í fé-
lagsmálum og dregst inn í deilur íslenska
samfélagsins í Vesturheimi. Síst er hægt
að halda því fram að hann stæri sig í
endurminningum sínum eða dragi hlut sinn
fram, frekar æUar lesandinn hið gagn-
stæða. Hann virðist hafa vaxið og lært
svo lengi sem lifði, hafa tekið óhræddur
þá afstöðu sem vit hans og drengskapur
buðu honum, hvort sem við rama reip var
að draga eða ekki.
Lýsingar Friðriks Guðmundssonar á
samfélagi Islendinga í Vesturheimi og deil-
um þeirra innbyrðis eru mjög fróðlegar.
Þarna var nýtt samfélag að rísa af svo að
segja engu; menn voru að ganga út úr
bjálkakofum og húshjöllum til að móta og
mynda sér þjóðfélag af grunni í nýju
landi við nýstárlegar aðstæður, og þetta
gerðist af hreinni og einskærri þörf og án
þess að hangið væri í aðfluttum fyrirmynd-
um eða arfleifð. Fyrir þessar sakir er upp-
haf samfélags, þjóðfélagsskipunar og
stjómarstofnana í Vesturheimi, allt frá 17.
og 18. öld, einhver stórmerkasta tilraun í
hinni skráðu sögu mannkynsins. Séu þess-
ir atburðir meðal Vestur-íslendinga bomir
saman við það sem gerðist áður sunnar í
álfunni, þar sem Bandaríkin urðu síðar til,
verða hin sameiginlegu einkenni mjög
skýr. Frumbýlingar án skipulags, án stofn-
ana, samtaka eða hefða, vakna upp og
öldur samtaka beinlínis flæða yfir byggð-
irnar; í Bandaríkjunum er þetta kallað
The Great Awakening. Það er mikiB mis-
skilningur að telja þessa vakningu trúar-
lega, jafnvel ofstækishreyfingu sértrúar-
safnaða, og síðan ekki söguna meir. Hún
er í eðli sínu skýrt dæmi þess að skipulegt
samfélag, siðmenning hverju nafni sem
nefnist, verður ekki skilin að frá trúar-
brögðum, heldur helgast af þeim og er
hvort hluti annars, eða eins og þar stend-
ur: Lögmál Drottins er skráð í hvers
manns hjarta. I byggðum Vestur-fslend-
inga, eins og sunnar í álfunni, er hvatinn
til samtaka og félaga trúarleg vakning, en
upp af henni og samkvæmt skilmálum
320