Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 59
Úr œviminningum
túnaávinnslu á Fremrikotum og allar hlíðar iðjagrænar. Skógarhlíðin og
Hálfdanartungur björguðu oft fé Oxndælinga á vorin í heyleysi og harðind-
um, og á þessum slóðum á ég mörg sporin á vorgöngum við fé daglega, að
verja því að renna norður um á gaddinn. Þá var gott göngufæri á morgnana
meðan frost var í fönn, en væri sólhráð á daginn var færið til baka þungt og
þreytandi svöngum strákling. Kennileiti og örnefni voru mörg á þessum
fjallaslóðum og það gat verið ótrúlegur léttir að nefna þau í huganum og
skilja að baki hvern áfangann eftir annan.
Það var fáferðugt um Oxnadalinn á þessum árum, aðeins póstferðirnar,
sem farnar voru milli Akureyrar og Staðar í Hrútafirði, brugðust aldrei,
en voru næstum því eins og mánaðamót og vottur þess að tíminn leið, þó í
mjög löngum stökkum væri. Pósturinn var oft með tíu til tuttugu hesta
undir klyfjum, auk reiðhesta, og tíðlega á veturna var gangandi fólk í slóð
pósthestanna, fólk sem leitaði sér öryggis í fari póstsins milli byggða, og
því var að skyggnir menn sáu eða urðu varir við mannafylgjur, sem fóru
fyrir pósti. Það sást til póstsins frá Gili þegar hann kom af heiðinni, væri
bjart veður, og aldrei var sleppt auga af lestinni fyrr en síðasti hesturinn
hvarf í dalinn norður, svo var fólk einangrunar þyrst í að sjá til manna-
ferða. Að Gili komu ekki margir gestir, en þó har við að utansveitarmaður
guðaði þar á glugga og þótti það ætíð góðra vætta gerð. Við bar að ná-
grannar rækju þar inn höfuð, enda þótt flestir héldu sér við heimasnagann
og krypu að sínum kjörum. En þó fáir ættu leiðir í Gilshlað og eins að
sjaldan var að heiman gengið, þá síuðust fréttir furðanlega, og munaði
þar mestu hve faðir minn var vel viðræðuhæfur og ýtinn að spyrja gest og
gangandi, og það svo að jafnvel heimsfréttir áttu þarna endastöð.
Ekki á ég margar minningar frá lífinu á öðrum bæjum í Öxnadal en því
fleiri af veðurfari og þeim fyrirbærum sem veðrum fylgja.
Ég vissi að í Öxnadal var ungmennafélag, það var samkomustaður á Þverá
og það var kirkja á Bakka, en ég fór aldrei á neinar slíkar samkundur, nema
á fermingardaginn minn, en þá var ég í lánsfötum. Ég eignaðist aldrei föt
til að fara í á mannamót og svo átti ég aldrei eyrisvirði. Ég var frá fátæk-
asta heimilinu og þangað kom enginn að bæta þá raun.
Á Gili var ekki mikið um að mannafylgjur létu á sér kræla, en þó bar það
við. En tveir hrafnar héldu sig að kotinu á veturna og nokkrir grátittlingar
sem fengu það moð sem til féll, þessir fuglar voru dálítið persónulegir í ná-
lægð sinni, þeir komu alltaf aftur að morgni og þeir gerðu umhverfið lifandi,
það hreyfðist, þeir gátu sagt fyrir um veður ef maður lagði sig eftir að
265