Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 59
Úr œviminningum túnaávinnslu á Fremrikotum og allar hlíðar iðjagrænar. Skógarhlíðin og Hálfdanartungur björguðu oft fé Oxndælinga á vorin í heyleysi og harðind- um, og á þessum slóðum á ég mörg sporin á vorgöngum við fé daglega, að verja því að renna norður um á gaddinn. Þá var gott göngufæri á morgnana meðan frost var í fönn, en væri sólhráð á daginn var færið til baka þungt og þreytandi svöngum strákling. Kennileiti og örnefni voru mörg á þessum fjallaslóðum og það gat verið ótrúlegur léttir að nefna þau í huganum og skilja að baki hvern áfangann eftir annan. Það var fáferðugt um Oxnadalinn á þessum árum, aðeins póstferðirnar, sem farnar voru milli Akureyrar og Staðar í Hrútafirði, brugðust aldrei, en voru næstum því eins og mánaðamót og vottur þess að tíminn leið, þó í mjög löngum stökkum væri. Pósturinn var oft með tíu til tuttugu hesta undir klyfjum, auk reiðhesta, og tíðlega á veturna var gangandi fólk í slóð pósthestanna, fólk sem leitaði sér öryggis í fari póstsins milli byggða, og því var að skyggnir menn sáu eða urðu varir við mannafylgjur, sem fóru fyrir pósti. Það sást til póstsins frá Gili þegar hann kom af heiðinni, væri bjart veður, og aldrei var sleppt auga af lestinni fyrr en síðasti hesturinn hvarf í dalinn norður, svo var fólk einangrunar þyrst í að sjá til manna- ferða. Að Gili komu ekki margir gestir, en þó har við að utansveitarmaður guðaði þar á glugga og þótti það ætíð góðra vætta gerð. Við bar að ná- grannar rækju þar inn höfuð, enda þótt flestir héldu sér við heimasnagann og krypu að sínum kjörum. En þó fáir ættu leiðir í Gilshlað og eins að sjaldan var að heiman gengið, þá síuðust fréttir furðanlega, og munaði þar mestu hve faðir minn var vel viðræðuhæfur og ýtinn að spyrja gest og gangandi, og það svo að jafnvel heimsfréttir áttu þarna endastöð. Ekki á ég margar minningar frá lífinu á öðrum bæjum í Öxnadal en því fleiri af veðurfari og þeim fyrirbærum sem veðrum fylgja. Ég vissi að í Öxnadal var ungmennafélag, það var samkomustaður á Þverá og það var kirkja á Bakka, en ég fór aldrei á neinar slíkar samkundur, nema á fermingardaginn minn, en þá var ég í lánsfötum. Ég eignaðist aldrei föt til að fara í á mannamót og svo átti ég aldrei eyrisvirði. Ég var frá fátæk- asta heimilinu og þangað kom enginn að bæta þá raun. Á Gili var ekki mikið um að mannafylgjur létu á sér kræla, en þó bar það við. En tveir hrafnar héldu sig að kotinu á veturna og nokkrir grátittlingar sem fengu það moð sem til féll, þessir fuglar voru dálítið persónulegir í ná- lægð sinni, þeir komu alltaf aftur að morgni og þeir gerðu umhverfið lifandi, það hreyfðist, þeir gátu sagt fyrir um veður ef maður lagði sig eftir að 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.