Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 98
Tímarit MáLs og menningar
leynir sér ekki, að mikill stílmunur
er á þessum bókmenntagreinum, og
hann þyrfti að athuga gaumgæfilega.
Á hls. 55 setur doktorsefni upp
tvær töflur rnn hina fornu fornafna-
notkun, m. a. það atriði, sem hér er
rætt. Onnur taflan á að sýna fornt
talmál, hin fornt bókmál. Þessar töfl-
ur eru hið eina, sem ég kalla glanna-
legt í ritgerðinni, því að mér er
ókunnugt um, að við höfum nokkrar
heimildir um fomt talmál (spoken
language).
Eins og áður hefir fram komið,
voru til eignarfornöfn í tvítölu í 1.
og 2. persónu í fornmáli. Sömuleiðis
var til eignarfornafn fleirtölu í 2. per-
sónu. Fyrir þessu gerir doktorsefni
vitaskuld grein í ritgerð sinni og sýn-
ir hreytingu þessarafornafnaáhls.31
-33. Umþessi fornöfn fjallar doktors-
efni þó ekki að neinu ráði fyrr en á
hls. 67, nema hvað þau koma vitan-
lega fyrir í dæmum, sem hann tekur
úr fornritum. Hann drepur þó á þessi
fornöfn á hls. 38 og 73. Á bls. 67
talar hann um, að brottfall þeirra úr
málinu hafi verið meiri háttar hreyt-
ing og vitnar síðan um tímasetningu
til Björns K. Þórólfssonar, Jóns^
Helgasonar og Oscars Bandles. Þetta
verður vart skilið á annan veg en
þann, að doktorsefni hafi ekkert
sjálfstætt fram að leggja um þetta
mál. Nú vill svo til, að það er
engan veginn auðvelt að skýra þetta
brottfall og hvers vegna önnur for-
nöfn tóku að sér hlutverk þeirra.
Hefði verið forvitnilegt að heyra
skýringar doktorsefnis á þessu máli.
Mér er óskiljanlegt, hvers vegna
hann ræðir þetta mál ekki.
En látum nú ástand fornafnakerfis-
ins fyrir 1600 eiga sig og snúum okk-
ur að íslenzku síðari tíma. Ég vil ekki
láta hjá líða að leggja áherzlu á, að
mér virðast 4. og 5. kafli veigamestu
kaflar hókarinnar og geyma mest af
frumlegu efni, mikilli gagnasöfnun
og skörpum ályktunum. Doktorsefni
hefir orðtekið rit eftir 26 höfunda, og
er hinn fyrsti þeirra fæddur 1525, en
hinn síðasti 1733, sbr. hls. 69-72.
Auk þess vitnar hann til fleiri höf-
unda, m. a. höfunda um málfræðileg
efni. Hann hefir talið dæmin hjá
áðurnefndum 26 höfundum og sýnir
með töflu, í hvaða falli og hvaða
tölumerkingu þau koma fyrir, bls. 74
-75. Af töflunni kemur í ljós, að
dæmin um 2. persónu eru miklu
færri en um 1. persónu. Þessi munur
er ekki höfundi að kenna, heldur því,
að í þessum ritum er 2. persóna miklu
fátíðari, enda mun svo almennt í
flestum ritum, þótt mér vitanlega
hafi engin könnun verið á því gerð.
Niðurstaða doktorsefnis er sú, að
hreytingin, að tvítöluform fái fleir-
tölumerkingu, hyrji á 2. persónu og
í nefnifalli, sbr. t. d. bls. 80 og 82-
83. Ég hygg, að þessi niðurstaða sé
304