Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og menningar enginn að biðja hann að hafa hraðann á. Hann var þarna í baðstofunni og fólkið, þessar þrjár manneskjur, spjölluðu saman. Gömlu hjónin höfðu víða verið, sérstaklega bóndinn, þau voru lífsreynd, minnug og margfróð, og þreyttust aldrei að segja frá atburðum liðinna daga, sem ýmist gerðu ljósið í baðstofunni svolítið bjartara þegar vel gekk, en svo lagðist skuggi yfir þegar talað var um sorgina. Þau gátu rakið ættir fjölmargra manna og endalaust voru rifjuð upp gömul ljóð og mikið kunnu þau af lausavísum og rímum. Og þá gengu skáldin og hagyrðingarnir inn í baðstofuna, maður sá þetta skáldfólk fyrir sér vegna mannlýsinganna sem voru hluti af hverju skáldi. Bóndinn var sjálfur hagyrðingur og síyrkjandi um menn og málefni, og lærði ég þetta mestallt eins og kverið, nema hvað ég man enn mikið af þessum vísum. Um dalbúana orti faðir minn bændarímu, konurímu, hús- konurímu og niðurjöfnunarskrá um unga fólkið og var í þessu mikil dægra- stytting. Nokkrar bækur komu að Gili úr lestrarfélaginu og héldu áfram í Bakkasel; en þrátt fyrir þessi andlegheit auk Jónsbókar sem lesið var í, þá var baðstofulífið fábreytt á Gili ekki sízt fyrir ungling sem alltaf var að hugsa og þrá, það hlaut að vera til einhver önnur veröld bjartari og stærri en þessi. Á Gili varð að spara steinolíu og eldivið og það var stundum lítið að borða og á veturna var ævinlega gengið snemma til rekkju og þá heyrði ég oft glamra í prjónum eftir að Ijósið var slökkt, og máski hef ég þá stund- um sofnað út frá döprum hugsunum. En morgnarnir komu hver af öðrum allan veturinn, stundum voru miklar snjókomur og hríðar, sem stóðu slitalaust dögum saman, eða þá að birti til. En þennan vetur eins og veturna næstu á undan var stórfenni við hverjar dyr, bæjarlækinn varð að moka upp flesta daga og eldiviðurinn var úti í hlaða sem þakinn var með torfi. En lífið átti líka bjartar hliðar, þegar still- ur voru gengu gömlu hjónin oftast út á kvöldin til að gá til veðurs og til að draga til sín morgundaginn. Væri stjörnubjart gat himinninn stundum orð- ið svo gegnsær rétt yfir dalbotninum að sá í gegnum blámann upp til tindr- andi stjarnanna, þá gátu þær verið svo gáskafullar að gleði þeirra sté niður af himnum svo snæviþakin jörðin var öll þakin hvítum stjörnum og það var létt að ímynda sér að þetta gætu verið svolitlir englar og þeir fylgdu okkur inn í baðstofu. Fyrir kom að tvær stjörnur sýndust hnípa neðan á loftblámanum alveg innst í dalnum og þær gátu aldrei slitið sig frá dalbotninum þar sem heitir Tungur, en jökullinn rétt hjá. En þetta eru stjörnur sem minna á tvær kon- ur sem báru þarna beinin. Þær voru reyndar vinnukonur frá Bakka í Oxna- 268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.