Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 120
Til félagsmanna Máls og menningar
Bókaútgáfa Máls og menningar og Heimskringlu var með meira móti á árinu 1973, um
það bil 20 bækur ef allt er talið. Of mikill hluti bókanna kom síðast á árinu, í desember,
og er það mikill bagi félaginu, óþægindi umboðsmönnum og útsölumönnum og sjálfsagt
skapraun sumum félagsmönnum. Þó að Mál og menning hafi ævinlega gefið út tölu-
verðan hluta af bókum sínum fyrri hluta árs, t. d. átta bækur á árinu 1973, þá hefur
sjaldan tekizt að koma haustbókunum út nógu snemma. Dregur þar margt til, stundum
fjárhagsástæður, stundum síðbúin handrit, stundum tæknilegar ástæður, og þó kannski
fyrst og síðast tregðan alræmda. Ur þessu verður þó að bæta; það er eitt helzta skilyrði
þess að hægt sé að reka bókaútgáfu á skynsamlegan hátt.
Félagsmenn munu hafa veitt því athygli að á síðustu árum hefur Mál og menning
lagt þónokkra áherzlu á endurprentanir og nýjar útgáfur eldri rita. Sumum mun þá virð-
ast að of lítið fari fyrir nýjungunum. En að vísu væri það fávíslegt að láta eyðast, án
þess að hirða um að fylla í skörðin, þær birgðir ágætra bóka sem Mál og menning hefur
gefið út á undanförnum áratugum. Þar hefur Mál og menning skyldum að gegna bæði
við höfunda og lesendur. I öðru lagi er það hlutverk góðrar bókaútgáfu að gera sígild
rit aðgengileg fjölda manna, og ekki sízt að bjóða nýjum kynslóðum fremstu rit hinna
eldri kynslóða.
Á árinu 1974 höldum við áfram að gefa út rit Jóhannesar úr Kötlum og Þórbergs
Þórðarsonar. Fimmta og sjötta bindi Ljóðasafns Jóhannesar eru nú í prentun: í þessum
bindum eru bækurnar Sól tér sortna, Sóleyjarkvæði, Annarlegar tungur, Hlið hins
himneska friðar. Þórbergur Þórðarson verður áttatíu og fimrn ára í marz, en í apríl á
að koma hjá Máli og menningu ný útgáfa af Bréfi til Láru, og er sú útgáfa aukin rit-
gerðum og bréfum sem telja má eftirköst hins fræga rits. Þetta verður sjötta prentun
Bréfsins og kemur raunar út á fimmtíu ára afmæli frumútgáfunnar. Með þessari nýju
útgáfu mun þá Bréf til Láru hafa verið prentað alls í um það bil 12.000 eintökum. Enn-
fremur er í útgáfuáætlun ársins ný útgáfa af Eddu Þórbergs Þórðarsonar.
Onnur félagsbók ársins verður Dagbækur úr Islandsferðum eftir William Morris, en
Morris fór tvær ferðir til Islands fyrir rúmlega 100 árum, og er bókin skemmtileg heim-
ild um það hvernig land og þjóð komu þessum fræga aðdáanda íslands fyrir sjónir.
Þó ekki verði hér birt nein áætlun um útgáfu Heimskringlu á árinu 1974 er rétt að
geta þess að síðara bindi Ævisögu Skúla Thoroddsen, sem ekki var hægt að fá prentað
á árinu 1973, er nú komið vel á veg, og er áætlað að það komi út í september. Þá er
verið að gefa út Gosið á Heimaey eftir Þorleif Einarsson. Er hún í sama sniði og Gosið
í Surtsey. Bókin er þegar komin út á íslenzku og kemur innan skamms í þreraur útgáf-
um á erlendum málum, norsku, þýzku og ensku.
326