Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 120
Til félagsmanna Máls og menningar Bókaútgáfa Máls og menningar og Heimskringlu var með meira móti á árinu 1973, um það bil 20 bækur ef allt er talið. Of mikill hluti bókanna kom síðast á árinu, í desember, og er það mikill bagi félaginu, óþægindi umboðsmönnum og útsölumönnum og sjálfsagt skapraun sumum félagsmönnum. Þó að Mál og menning hafi ævinlega gefið út tölu- verðan hluta af bókum sínum fyrri hluta árs, t. d. átta bækur á árinu 1973, þá hefur sjaldan tekizt að koma haustbókunum út nógu snemma. Dregur þar margt til, stundum fjárhagsástæður, stundum síðbúin handrit, stundum tæknilegar ástæður, og þó kannski fyrst og síðast tregðan alræmda. Ur þessu verður þó að bæta; það er eitt helzta skilyrði þess að hægt sé að reka bókaútgáfu á skynsamlegan hátt. Félagsmenn munu hafa veitt því athygli að á síðustu árum hefur Mál og menning lagt þónokkra áherzlu á endurprentanir og nýjar útgáfur eldri rita. Sumum mun þá virð- ast að of lítið fari fyrir nýjungunum. En að vísu væri það fávíslegt að láta eyðast, án þess að hirða um að fylla í skörðin, þær birgðir ágætra bóka sem Mál og menning hefur gefið út á undanförnum áratugum. Þar hefur Mál og menning skyldum að gegna bæði við höfunda og lesendur. I öðru lagi er það hlutverk góðrar bókaútgáfu að gera sígild rit aðgengileg fjölda manna, og ekki sízt að bjóða nýjum kynslóðum fremstu rit hinna eldri kynslóða. Á árinu 1974 höldum við áfram að gefa út rit Jóhannesar úr Kötlum og Þórbergs Þórðarsonar. Fimmta og sjötta bindi Ljóðasafns Jóhannesar eru nú í prentun: í þessum bindum eru bækurnar Sól tér sortna, Sóleyjarkvæði, Annarlegar tungur, Hlið hins himneska friðar. Þórbergur Þórðarson verður áttatíu og fimrn ára í marz, en í apríl á að koma hjá Máli og menningu ný útgáfa af Bréfi til Láru, og er sú útgáfa aukin rit- gerðum og bréfum sem telja má eftirköst hins fræga rits. Þetta verður sjötta prentun Bréfsins og kemur raunar út á fimmtíu ára afmæli frumútgáfunnar. Með þessari nýju útgáfu mun þá Bréf til Láru hafa verið prentað alls í um það bil 12.000 eintökum. Enn- fremur er í útgáfuáætlun ársins ný útgáfa af Eddu Þórbergs Þórðarsonar. Onnur félagsbók ársins verður Dagbækur úr Islandsferðum eftir William Morris, en Morris fór tvær ferðir til Islands fyrir rúmlega 100 árum, og er bókin skemmtileg heim- ild um það hvernig land og þjóð komu þessum fræga aðdáanda íslands fyrir sjónir. Þó ekki verði hér birt nein áætlun um útgáfu Heimskringlu á árinu 1974 er rétt að geta þess að síðara bindi Ævisögu Skúla Thoroddsen, sem ekki var hægt að fá prentað á árinu 1973, er nú komið vel á veg, og er áætlað að það komi út í september. Þá er verið að gefa út Gosið á Heimaey eftir Þorleif Einarsson. Er hún í sama sniði og Gosið í Surtsey. Bókin er þegar komin út á íslenzku og kemur innan skamms í þreraur útgáf- um á erlendum málum, norsku, þýzku og ensku. 326
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.