Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 34. ÁRG. 1973 • 3.-4. HEFTI • DES.
Brynjólfur Bjarnason
Tvö viðtöl um íslenzka stjórnmálasögu
Viðtöl þau viS Brynjólf Bjarnason, sem hér eru birt, voru flutt x Ríkisútvarpið
á síðastliðnu sumri. Hið fyrra þeirra, sem fjallar einkum um stofnun og sögu
Kommúnistaflokks Islands, átti Vilmundur Gylfason. I hinu síðara spurði
Baldur Guðlaugsson um utanríkismál á árunum 1940-1950.
1. FRÁ HEIMSKREPPU TIL HEIMSSTYRJALDAR
Þér hafið verið einna fremstur íslendinga til að verja frœðilegan kommún-
isma. Áttu þessi frœði upp á pallborðið hjá íslendingum fyrir kreppuna?
Mikill hluti þjóðarinnar hefur víst aldrei heyrt annað en ljótt um komm-
únismann á þessum árum, þetta var voðaleg Grýla, og sumir urðu víst
hissa, þegar þeir sáu, að maður var ekki með horn og klaufir. En þegar
á þessum árum var kominn upp talsverður áhugi fyrir kommúnisma meðal
verkalýðsins og nokkurs hóps ungra menntamanna. Félag ungra komm-
únista hafði starfað í nokkur ár, og í Alþýðuflokknum hafði allt frá lok-
um fyrri heimsstyrjaldar verið róttækur armur, sem oftast gekk undir
nafninu bolsjevíkar og var ekkert hræddur við þá nafngift.
Var stofnun Kommúnistaflokks íslands söguleg nauðsyn árið 1930?
Söguleg nauðsyn er stórt orð og um það má víst lengi deila. En ég held,
að rétt sé að orða það svo, að stofnun Kommúnistaflokksins hafi verið rök-
rétt afleiðing af þeirri þróun, sem varð í verkalýðshreyfingunni á þriðja
áratugnum.
Var raunverulega grundvöllur fyrir slíkan flokk í landi, sem kannski
var bœndaþjóðfélag og bœndamenningar fyrst og fremst?
íslenzkt þjóðfélag hafði tekið geysimiklum breytingum frá því um alda-
mót. Það var ekki lengur dæmigert bændaþjóðfélag, og enda þótt kapítal-
isminn væri á frumstigi, var komin upp nokkuð fjölmenn verkalýðsstétt.
1927 bjó ekki nema helmingur landsmanna í sveitum, en fast að 90%
14 TMM
209