Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar
Þórhallason, ötull maður, ættaöur úr Skaftafellssýslu; hann fór síðan til
Vesturheims.
Viður sá, sem ég hafði pantað upp til Eyrarhakka, kom ekki nema hálfur,
en nokkuð hjálpaði það, að trjáreki all-ríflegur hafði um veturinn komið
á reka Oddakirkju, svo að nóg tré urðu til í grind kirkjunnar - nema í
turninn. Fór það eftir trú manna í sókninni, að aldrei brygðist það, að
hinn helgi Nikulás kirkjudrottinn sendi kirkju sinni nægan við, þá er hana
þurfti að byggja. Allan júlímánuð varð ég að sitja suður í Reykjavík á
sálmabókarfundi . . . Gengu þá rigningar miklar. Og er ég kom heim, var
allt fólk mitt verklaust, því að flætt hafði yfir Oddaeyrar, og missti ég þar
5-6 kýrfóður. Kirkjusmíði var og hætt í miðju kafi, því að við skorti. Varð
ég þá í annað sinn að ríða fyrir hvers manns dyr í sókninni, og voru
margir tregir til að leggja aftur hesta sína í stórárnar, því að út í Þorláks-
höfn og suður yfir heiði þurftu sumir að fara, en vötn í mesta vexti. En
fyrir fortölur mínar og velvild manna fór þetta að óskum, og komst kirkj-
an upp eftir tveggja mánaða starf - nema turninn; engin tré fengust í
hann.
Meðhjálpari minn, Hallur í Hól, hinn vandaðasti maður, hughreysti mig
með trú sinni og kvaðst því aldrei trúa, að sá heilagi biskup Nikulás1
mundi gleyma turninum, því að frá dögum séra Sœmundar2 . . . hefði
nægur reki aldrei brugðizt, þegar kirkju hans hefði legið á. Ég reið
samt sem áður af stað til að leita ráða hjá vini mínum Sigurði á Skúmsstöð-
um,3 en enga spýtu hæfilega átti hann. Á heimleiðinni heyrði ég kall mikið
á eftir mér, og var það Þykkbæingur, sem færði mér þau tíðindi, að rekið
væri tré, 26 álna langt og nær Vl alin á hverja hlið, á Oddafjöru. Reið
ég þá óðara heim að Bakkakoti til Steins bónda þar, hins röskvasta af
landsetum kirkjunnar, og hað hann bjarga trénu og hafa flutt heim næsta
morgun á kviktrjám. Þetta gjörði Steinn, og komu þá úr því þær fjórar
stoðir, sem vöntuðu, hver 13 álna há. En er stoðirnar voru reistar, var ég
ekki heima, og er ég kom heim, þótti mér bera lágt á turnstöfunum og
spurði, hverju það sætti. Jón yfirsmiður kvaðst þá hafa stytt hverja stoð
um 4 álnir, enda bauðst til að ábyrgjast, að nú stæði kirkjan og fyki ekki.
1 Sankti Nikulás, biskup f Myra í Litlu-Asíu. Honum var Oddakirkja helguð.
2 Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133).
3 Sigurður Magnússon bóndi á Skúmsstöðum í Landeyjum (1810-1905). Til er
ævisaga hans eftir sr. Jón Skagan.
278