Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 19
Magellans-hjartað
Eg minnist hins gamla landkönnuðar
Eftir skurÖinum siglir enn á ný
frosið kornið, orustuskeggið,
ískalt haustið, hinn særði á heimleið.
Með honum, með þeim gamla, með þeim dauða,
með þeim sem var rændur af óðu vatninu,
með honum í kvöl sinni, með enni hans.
Súlukóngurinn fylgir honum ennþá og nöguð
leðuról, með augu dulin augnaráðinu,
og gleypt rottan sem horfir í hlindni milli brotinna stólpa
á reiðigjarna dýrðina
meðan hringurinn og beinið falla
í tóminu, renna yfir sækúna.
Magellan
Hvaða guð líður framhjá? Horfið á skegg hans ofið ormum
og buxurnar hans, sem þykkt andrúmsloftið
sezt í og glefsar eins og drukknandi hundur
og hann er þungur sem akkeri, bölvuð stærð hans,
og úthafið niðar og norðanvindurinn þýtur
um vota fætur hans.
Kuðungur úr svörtu
myrkri tímans,
spori,
ormétinn spori, gamall herra sorgarstrandar, fálkari
án forfeðra, óhrein uppspretta, saur
Sundsins drottnar yfir þér,
og enginn kross á brjósti þínu utan óp
hafsins, hvítt óp maurilda
og klóa, frá öldufalli til öldufalls,
óp brotinnar svipu.
Kyrrahafið framundan
Af því að þungbúinn dagur hafsins bindur enda á dag
og hönd næturinnar sker fingur sína einn af öðrum
unz hún er ekki lengur, unz maðurinn fæðist