Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 15
Tvö viðtöl utn íslenzka stjÓTnmálasögu,
Telur þú, að viðskipta- og efnahagshagsmunir hafi ráðið einhverju um
mótun íslenzkrar utanríkisstefnu á þessum árum?
Vafalaust. íslenzk borgarastétt var í nánura efnahagstengslum við Vestur-
veldin og átti mikilla hagsmuna að gæta í viðskiptum við þau.
Mótaðist afstaða íslenzkra sósíalista til NATO af því, að þið telduð ísland
vera að tengjast vafasömum félagsskap eða fremur af því, að þið telduð
hlutleysisstefnuna mundu gefast bezt?
Hún mótaðist af hvorutveggja. En hlutleysið var þó alltaf fyrst í röð. Þetta
kom greinilega fram í afstöðu okkar til herverndarsamningsins svokallaða
við Bandaríkin 1941. Við greiddum atkvæði á móti honum þrátt fyrir harð-
an þrýsting af hálfu Breta og vitanlegan áhuga Sovétríkjanna, og enda þótt
sameining allra afla í baráttunni gegn fasismanum væri þá grundvallaratriði
í allri okkar stefnu. En samningurinn var fráhvarf frá hlutleysisstefnunni,
sem reyndist annað og meira en stundarfrávik vegna brýnnar nauðsynjar, og
hann fól í sér þá hættu, að Bandaríkin sætu hér kyrr að stríðinu loknu, eins
og kom á daginn, þrátt fyrir skjalfest loforð. Ég sagði þá, að hvernig sem á
það loforð yrði htið, þá væri það víst, að ekkert væri eins hættulegt fyrir
smáþjóð eins og að eiga allt sitt undir náð eins herveldis. Það væru enda-
lokin á allri sjálfstæðri utanríkispólitík. Við höfðum lagt til að fara aðra
og að okkar dómi miklu hetri leið, eins og ég sagði áðan.
Varð sú afstaða til í samráði við erlenda sósíalistaflokka?
Nei. Sú afstaða varð alls ekki til í neinu samráði við erlenda sósíalista-
flokka.
Áttu Thorez hinn franski og Togliatti hinn ítalski sér skoðanabræður í
röðum íslenzkra sósíalista? (Yfirlýsing þeirra um að snúast á sveif með
rússneskum her, ef til ófriðar kœmi og barizt yrði í löndum þeirra).
Hér á landi kom engum sósíalista til hugar rússnesk innrás, við gætum
aðeins orðið þolendur, ef til ófriðar drægi, fórnarlömb sprengjukasts og eld-
flaugaárása á erlendar herstöðvar, svo spurningin var út í hött, fjarri öllum
íslenzkum veruleika. Yfirlýsing Thorez var gefin 1949, þegar kalda stríðið
stóð sem hæst, og Togliatti lýsti sig samþykkan henni. Það linnti ekki ógn-
unum af hálfu Bandaríkjanna um styrjaldaraðgerðir gegn Sovétríkjunum,
frelsun alþýðulýðveldanna, árás til þess að koma í veg fyrir árás að ógleymdri
yfirlýsingu Trumans um að það mundi kosta stríð, ef vinstri flokkarnir sigr-
221