Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 108
Tímarit Máls og menningar ráðið Mathiez lýkur því byltingarsögu sinni með þessum orðum, sem hæfa vel harmleiknum: „Varla getur eftirminni- legra dæmi um takmörk mannlegs vilja í glímu hans við tregðu hlutanna.“ Margt hefur verið rætt og ritað um „hlutleysi" sagnfræðinnar, bæði af viti og þó oftar af vitleysu. Tæplega verður ætlazt til hlutleysis í þeim skilningi, að sagnfræð- in iáti sig engu skipta leikgerð og leikslok sögunnar. Það yrði aðeins blóðlaus annála- ritun. sem getur þó oftar en ekki brotið hina heilögu reglu með úrfellingu, úrvali og þögninni. Enginn sagnfræðingur byltingarinnar hefur skrifað sögu liennar af þeirri tegund hlutleysis sem leggja má að jöfnu við af- stöðuleysi. Mathiez tekur svo sannarlega afstöðu með byltingunni, afrekum hennar og sögulegu mikilvægi, sem tekur ekki að- eins til Frakklands, heldur alls heimsins, geislar hennar hafa signað allar heimsálf- ur. I sama mund reynir hann alls ekki að breiða yfir hermdarverk hennar og terror, en skýrir þau í ljósi hinna sögulegu að- stæðna er fylgdu henni frá vöggu til graf- ar, þótt tæpast megi tala um gröf þegar hinnar miklu byltingar er minnzt, svo lang- líf varð hún og er hún, að Lenín leitaði sér fanga í reynslu hennar. Og í óbornum alþýðubyltingum aldarinnar munu menn enn geta lært svo vel af sigrum hennar sem ósigruin. Það fer ekki leynt. að Mathiez hefur mikla samúð með „smælingjum" Frakklands á dögum byltingarinnar, hinum fátæka hungraða og klæðlitla múg, sem bjargaði henni úr bráðum háska þegar mest reið á og réttlætti hana með athöfn- um sínum fyrir dómstóli sögunnar. í hinni gömlu og heiftúðugu deilu franskra sagn- fræðinga um tvístirnið Robespierre-Danton skipar Mathiez sér afdráttarlaust við hlið hins fyrrnefnda, hins „flekklausa", og dreg- ur enga dul á, að Danton hafi þegið mútur af Orleanshertoganum og pólitískrar spill- ingar hafi gætt í þeim hópi manna, sem voru honum nákomnir. En afstaða Mathiez er ekki mótuð tilfinningasemi heldur studd traustum rökum heimilda. Höfundur segir í formála að bók sín sé skrifuð handa upplýstum almenningi. Frakkar hafa lengi verið frægir fyrir það sem þeir kalla „vulgarisation“, þá erfiðu íþrótt að skrifa alþýðlega án þess að við- fangsefnið verði flatrímað, án þess að mola tindinn vegna sléttunnar og breyta kjarnanum í hismi. Byltingarsaga hans er frábær að framsetningu. Mathiez var sér- lega sýnt að rekja flókin þingmál bylting- arinnar og umræður og krydda þau stutt- um ívitnunum orðréttum. Það er oft æði erfitt að þræða einhverskonar meðalveg milli þeirrar sögu, sem helguð er einstakl- ingunum, leiðtogum og hetjum byltingar- innar og sögu hinna ópersónulegu afla og hreyfinga hennar. Hér er sagnfræðingur- inn staddur á mörkum listar og vísinda. Mathiez hefur tekizt með mikilli leikni og innlifun að lýsa hinum stórbrotnu ein- staklingum, sem koma inn á sviðið og fara sfðan oftast að loknum leik undir rakhníf þjóðarinnar. Eða hittir ekki þessi mannlýs- ing í mark?: „Danton var ekki blóðþyrst- ur. Til þess hafði hann of mikla fyrirlitn- ingu á mannlífinu." Það hefur ekki verið neitt áhlaupaverk að skila þessu mikla riti yfir á íslenzka tungu. Loftur Guttormsson hefur unnið hér gott og þarft verk, og þótt ég hafi ekki átt kost á að bera þýðingu hans saman við frumtextann virðist mér íslenzka hans víð- ast hvar standa fyrir sínu. Vonandi bregð- ast íslenzkir lesendur vel við þessu riti, sem veitir þeim hvorttveggja: skilning á ein- hverju stórbrotnasta heimsdrama sögunn- ar og kynni af sagnfræðilegri íþrótt aldar- innar þegar henni tekst einna bezt. Þá færi mjög vel á því, að byltingarsaga 314
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.