Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar
hinn kátasti við ferðamennina og bauð þeim fylgd sína áleiðis og lögðu
þeir á stað meðan enn var myrkur. Veður var stillt en fannkoma og hörku-
frost. Þegar þeir félagar komu að Krókánni ráðlagði bóndi þeim að ganga
árgilið norður yfir, það var styttri leið og oft farin á vetrum. Og hef ég
gengið þetta gil.
Nú hagar þannig til þegar gilið er gengið að fyrst er farið eftir Krókánni,
en þar sem saman koma Heiðaráin og Krókáin, liggur heinna við að
ganga áfram Krókárgilið, en þá lenda menn inn á Krókárdal. En heygja
verður til vinstri í gilinu inn á Oxnadalsheiðina. Nú lagðist sá grunur á
að bóndi hefði sagt þeim skakkt til vegar, en þeir ókunnugir á þessum slóð-
um. Þeir hafa gengið fram Krókárdalinn sem er allur á fótinn og lent þar
í stórhríð og mikilli ófærð, enginn veit hvort þeir hafa gengið dalinn til
botns og snúið við, en um vorið þegar snjóa leysti, fundust mennirnir
innarlega á Krókárdalnum og voru þau ummerki, að mennirnir þrír, sem
voru tveir fullorðnir og einn piltur um fermingu, höfðu grafið sig í snjó
undir klettaskúta og þar fundust tveir þeirra og var þannig umbúið að
fyrirliðinn hafði klætt sig úr sínum ytri fötum og vafið þeim um drenginn.
Sagt var að þessi maður hefði verið mesta hraustmenni og lagt hefur hann
á stað fáklæddur í stórhríðinni að leita hjálpar, og fannst hann nokkru
neðar á dalnum og hafði frosið þar í hel. Sá maður hefir verið göfug-
menni, og þar sem ég sat og horfði inn eftir Krókárdalnum felldi ég
nokkur tár yfir örlögum þessara ferðamanna. Mikil leit var gerð að þeim
peningum sem þeir höfðu meðferðis, en þeir fundust aldrei.
Á Öxnadalsheiðinni og fjalldölum þar í kring urðu margir úti fyrr á
árum og báru beinin þar sem þeir lögðust til hinztu hvíldar undir
frosnu barði eða huldusteini.
Ég hugsaði um þessa sögu löngu liðinna atburða, þar sem ég sat í
sólskini um hásumar á tóttum eyðibýlis. En ég sat sem stytzt og hélt áfram
göngunni vestur Skógarhlíðina og beygði inn í Hálfdanartungurnar ef ske
kynni að folinn stjörnótti leyndist þar í stóði.
Fram um allar Tungur voru hross í smáhópum, svo ég dróst lengra
og lengra og var kominn framundir Hörgárdalsheiði þegar ég sneri við.
í bakaleiðinni stanzaði ég um stund og tyllti mér á næstum horfnar
bæjarrústir þar sem áður stóð bærinn Hálfdanartungur, en þar í túnstæðinu
var gangnamannakofi. Saga fjörgömul vokir yfir þessum Tungum.
Snemma á öldum bjó þar maður sem Hálfdan hét, en þá bjó systir
hans Silfrún á Silfrúnarstöðum. Eitthvert sinn kom Hálfdan að finna systur
256